Vorið - 01.03.1963, Qupperneq 31

Vorið - 01.03.1963, Qupperneq 31
inum. Réttir húsfreyja honum drykkinn og spyr, hvort honmn þyki ekki barn þetta fallegt og efnilegt. — Jú, víst er svo, segir komumaður. — Enda er það að líkindum, önnur eins gæfa, sem fyrir því á að liggja. — Hvernig getur þú vitað, hvað fyrir því á að liggj a ? spyr húsfreyj a. — Jú, það veit ég vel, segir komu- maður. — Því að ég er stj örnuspekingur kóngsins hérna í ríkinu, og hef séð fæð- ingarstjörnu þess og veit vel hver fram- tíð því er fyrirhuguð. — Þá verðurðu að segja mér, hvað fyrir því liggur, segir húsfreyja. — Það geri ég ekki, segir stjörnu- spekingurinn, — því líf þess og velferð mín er í veði, ef uppvíst verður áður en fram kemur. — Yíst máttu það mér segja, mælti húsfreyja, — því vel mun ég, móðir þess, gæta þagmælskunnar, þegar ég veit, hvað við liggur. Stj örnuspekingurinn kvaðst ekki mundu á það hætta, en þó fór svo um síðir, að hann sagði henni, eftir að hún hafði svarið og sárt við lagt að segja það engum, að sveininum væri ætlað að verða kóngur þar í ríkinu og eignast kóngsdóttur fyrir drottningu. Að svo búnu reið stjörnuspekingurinn eftir íé- lögum sínum, en kerling sat eftir agn- dofa af undrun og gleði. Litlu síðar kom karlinn heim. Hljóp kona hans á móti honum með miklum gleðilátum og sagði honum frá þar- komu stj örnuspekingsins og að hann hefði sagt sér frá ótrúlega mikilli gæfu, sem fyrir drengnum þeirra ætti að liggja en þó væri því skilyrði bundið, að engir vissu um það, áður en fram kæmi. Karl kvaðst telja gæfu sonar þeirra glataða, ef hann ætti hana undir tungurótum hennar, því leyndarmál kynni hún ekki að varðveita. Kerling kvaðst engum ætla að segja nema honum. Karl kvaðst ekki heyra vilja, fyrst svo mikið lægi við. Kerling sagði honum engu að síður, því hún kvaðst eigi óttast, að hann glataði gæfu sonar síns, með því að opinbera þetta leyndarmál. Karl sagðist mundu geymt geta, en hættara við, að hún glat- aði. Upp frá þessari stundu reyndi karl að gæta þess, að kona sín næði aldrei tali af aðkomumanni, án þess að hann væri nærstaddur, og aldrei leyfði hann henni út af heimilinu, því þá sjaldan að að- komumann bar að garði vissi hann, að það var ekkert annað en hið stranga augnaráð hans, sem hélt í skefjum jnælgi kerlingarinnar. Leið svo eitt ár, að fyrir umhyggju karls urðu ekki fleiri vísari um spádóm þennan. Þá bar svo við einn dag, er karl var fjarverandi, en kerling er úti með svein- inn, að menn allmargir komu fram úr skóginum, með líkum hætti og hið fyrra sumar. Enn sem fyrri ríður einn úr hópnum heim til kerlingar og biður um mjólk að drekka, en í þetta skipti bíða hinir á meðan. Kerling kvað það vel- komið, en biður hann að gæta sveinsins á meðan. Sækir hún mjólkurkönnu. En er komumaður hafði drukkið, tekur hann gullpening úr pússi sínum og lætur koma í könnuna og réttir síðan að hús- freyjunni. Hún spyr, hvernig honum lítist á barnið. Hann segir það sé fallegt barn og giftusamlegt. VORIÐ 27

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.