Vorið - 01.03.1963, Síða 32
— ÞaÖ liggur líka mikil gæfa fyrir
því, segir kerling.
— Líklegt er að svo sé, ségir komu-
maður. — En lítið munt þú um það
vita, hver framtíð bíður þess.
— Veit ég víst, segir kerling. —
Stjörnuspekingur kóngsins kom hér í
fyrra. Hann sagðist hafa séð fæðingar-
stjörnu þess og sagði mér allt um fram-
tíð þess, en ég má engum segja það, og
segi það ekki nokkrum lifandi manni,
því það sagði stjörnuspekingurinn, að
gæti valdið hinni mestu óhamingju, og
jafnvel varðað líf barnsins og velferð
þess.
— Óhætt er þér að segja mér, segir
komumaður, — því ég skal engum segja
og þó auk þess að lofa því hátíðlega, skal
ég gefa þér þessa 10 gullpeninga.
Um leið tók hann 10 gullpeninga og
rétti að kerlingu. Kerling átti nú í hörðu
stríði við sjálfa sig. Hún þóttist vita, að
hún ætti hér tal við eitthvert stórmenni.
Þótti að vísu gullið gott, en þó hitt enn
betra, að láta slíkan höfðingja vita, hver
upphefð biði sonar síns.
Urðu hér á þau endalok, að hún kunn-
gerði komumanni allt, sem stjörnuspek-
ingurinn hafði sagt henni, og lagði um
leið ríkt á við hann að gæta vel þagnar-
innar. Komumaður hlýddi á frásögn
hennar án þess að taka fram í, og stóð
enn hljóður um stund. Loks mælti hann
á þessa leið:
— Víst máttu því treysta, að enginn
skal af mér frétta það, sem þú nú hefur
mér kunngjört. Eigi að síður skal sú
spásögn stjörnuspekingsins rætast, að
af lausmælgi þinni skal það hljótast, að
hrynja skulu skýjaborgir þær, sem þú
hefur byggt á orðum hans um framtíð
sonar þíns. Hamingjustjarna stjörnu-
spekingsins skal og skyndilega til viðar
ganga. Því vita skaltu, að ég er konung-
ur ríkisins, á eina dóttur, og skal hennar
hlutskipti verða annað en að eignast
einn kotungsson.
Að svo mæltu þreif kóngur sveininn,
stökk á bak hesti sínum og þeysti brott
sem hraðast, þó eigi til manna sinna,
heldur tók aðra stefnu og hvarf brátt í
skóginn, en kerling sat eftir æpandi og
skælandi. Þegar bóndi hennar kom heim
og heyrði tíðindin, brá honum mjög,
sem vonlegt var, en þótti þetta þó hafa
farið mjög að líkindum. Þekkti hann svo
lausmælgi og hégómagirni konu sinnar,
að honum kom eigi á óvart, þótt hún
hefði lekið leyndarmálinu, þegar glæsi-
menni bar að garði, að honum fjarver-
andi.
Víkur nú sögunni frá þeim um stund,
þar sem þau sitja með sorg sína.
Ríki það, sem þessi saga gerðist í,
var bæði víðlent og voldugt. Fyrir því
réð einn konungur. Ekki átti hann barna
utan eina dóttur. Hún var 12 ára um
þessar mundir. Kóngur unni henni mjög,
enda var hún afbragð annarra kvenna,
eftir því sem þroski hennar stóð til, að
fegurð og lærdómi til munns og handa.
Þegar hún var 10 ára, lét kóngur byggja
handa henni skemmu mikla og skraut-
lega nálægt liöll sinni, og fékk til göfugra
manna dætur að þjóna henni, en stjörnu-
spekingur hans var aðalkennari hennar
í bóklegum fræðum. Nam hún af hon-
um stj örnuspeki, auk annarra vísinda og
lista.
Umhverfis skemmu kóngsdóttur var
28 VORIÐ