Vorið - 01.03.1963, Qupperneq 38
honum frá því, að hún hefði heyrt um
stöðu fyrir röskan dreng, en starfið var
í því fólgið að leiðbeina ferðamönnum.
Þessi frétt hafði svo mikil áhrif á hann,
að hann gleymdi ibisfuglunum sínum í
bili.
Næsta morgun gekk hann beina leið
á fund mannsins, sem auglýst hafði þesa
stöðu til umsóknar, og vegna þess að
Elim var svo skýr drengur fékk hann
þegar stöðuna.
„Nú fer ég að vinna fyrir peningum,
mamma,“ sagði hann glaður og þá get
ég farið að leggja eitthvað til heimilis-
ins.“ Mamma hans var líka glöð. í fyrstu
fékk hann enga peninga á meðan hann
var að læra að skilja málið, sem ferða-
fólkið talaði, en eftir eitt ár var hann
orðinn einhver bezti leiðsögumaður,
sem völ var á.
En þá kom nokkuð voðalegt fyrir.
Kvöld eitt á meðan þau voru að borða
kvöldverðinn sinn, var huröinni hrundið
upp og inn komu tveir lögregluþj ónar.
Þeir skipuðu Elim að koma með sér
niður á lögreglustöð.
„En hvers vegna?“ spurði Elim.
Það vildu þeir ekki segja og Elim
varð að fara með þeim.
Hann fullvissaði móður sína um, að
hann hefði ekkert illt gert og svo fylgdi
hann lögreglumönnunum á stöðina.
Þar fékk hann að vita, að hann væri
ákærður fyrir að hafa stolið armbandi
frá auðugri amerískri konu, sem hann
hafði fylgt þennan sama dag.
„Ég hef ekki tekið neitt armband,“
sagði Elim rólega. En með því að hann
hafði verið sá eini, sem var með þessari
amerísku konu þennan dag, og hún full-
yrti að armbandði væri horfið, sem
hún hafði þó horft á um morguninn, þá
bárust böndin að Elim og honum var
varpað í fangelsi þar til dómur félli í
málinu.
Daginn eftir voru menn sendir heim
til Elims til að leita í húsinu, en þar
fannst auövitað ekkert.
Seinni hluta sama dags var fariö með
Elim til þess staðar, þar sem hann hafði
veriö með amerísku konunni. Hann svar-
aði skýrt og skilmerkilega öllum spurn-
ingum dómarans. En á meðan þeir voru
niður við ána ásamt öllum lögreglu-
mönnunum, sáu þeir hóp ibisfugla koma
fljúgandi. Það heyröist þytur i loftinu
frá stóru vængjunum þeirra, og þegar
hópurinn kom nær sáu menn, að þetta
var heil fjölskylda: — Pabbinn —
mamman og allir ungarnir.
Hópurinn kom nær og nær, og nú fór
Elim að átta sig. Nú þekkti hann aftur
báða ibisfuglana, sem hann hafði hjúkr-
að í fyrra.
Elim kallaði til þeirra, og þá brá svo
við, að báðir stóru fuglarnir komu og
settust á axlir hans, en ungarnir flögr-
uðu í kringum hann.
Elim varð ákaflega glaður að hitta
þessa vini sína aftur. En dómararnir og
allir lögregluþjónarnir hrópuðu:
„Sjá, hinir heilögu fuglar setjast á
axlir hans. Það hlýtur að vera tákn þess,
að hann segir satt og er saklaus. Annars
hefði þetta ekki gerzt.“
Og þeir trúðu þessu svo fastlega, að
þeir létu Elim lausan þegar í stað. En
á meðan Elim fagnaði hinum fjaður-
klæddu vinum sínum, kom hraðboði með
bréf til dómarans. Það var frá amerísku
34 VORIÐ