Vorið - 01.03.1963, Qupperneq 41

Vorið - 01.03.1963, Qupperneq 41
þegar öll börnin voru lögcf af stað heim, sat hann þarna aleinn. Hann sat lengi þegjandi og beit sig í neðri vörina, en loks stóð hann upp og gekk til kennarans, því að hann vissi, að hann var góður maður. Og nú ætlaði hann að segja honum frá, hvernig allt gekk til heima hjá honum. „Ali,“ sagði kennarinn vingjarnlega. „Hvað gengur að þér? Það er ekki þér líkt að fylgjast svona illa með í tíman- um og læra ekki það, sem þér er 6ett fyrir.“ „Eg veit það vel að þetta er ekki eins og það á að vera, en það eru veikindi heima hjá okkur. Litli bróðir minn, Hashim, grætur alla nóttina svo að eng- inn okkar getur sofið. Við vitum heldur ekkert, hvað gengur að honum. Við er- um öll svo hrædd. Mamma veit ekkert, hvað hún á að gera og pabbi getur ekki stundað vinnu sína.“ Og nú fór Ali að gráta. „Haldið þér að Hashim muni deyja?“ Kennarinn varð hugsandi á svip. „Ég veit það ekki, Ali, en við verðum að reyna að hjálpa honum. Komdu, við skulum ganga heim til þín. Ég ætla að tala við foreldra þína. Ég held, að ég kunni eitt gott ráð.“ Kennarinn og Ali fylgdust að í gegn- um þorpið — yfir torgið. Eller souk — eins og það heitir hér. Þeir gengu í átt til appelsínulundarins, en þar lá litla húsið hans Alis. Á meðan þeir gengu þennan spöl, sagði kennarinn Ali frá því hvernig stjórnin í Marokkó reyndi að hjálpa börnum landsins. Idún hafði beðið Sam- einuðu þjóðirnar um hjálp, og nú reyndi Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) að mennta svo marga lækna og hjúkrunarkonur í Marokkó, að hægt væri að senda þau út til þorpanna í landinu. Þau vita svo mikið um, hvernig á að fara að hjálpa börnunum, sem eru veik, og þau geta líka sagt okkur svo margt um, hvað við eigum að gera til að komast hjá veikindum. Ég veit til þess, að þetta fólk hefur hjálpað mörg- um mæðrum, sem ekki vissu hvað þær ættu að gera, þegar börnin þeirra urðu veik. Nú var ein hjúkrunarkonan, sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hafði menntað til hjúkrunarstarfa, komin til Tameslouth. En það var ekki mjög langt frá heimili Alis, og nú hélt kenn- arinn, að bezt myndi að fara á hennar fund og leita ráða. Það gladdi Ali ákaflega mikið að heyra um allt þetta, en þá datt honum nokkuð í hug, sem hann hafði áhyggjur af. Myndi faðir hans fallast á að fara þangað með Hashim litla. Ali vissi að vísu að föður hans þótti ákaflega vænt um öll börn sín, og hann bar mikla virð- ingu fyrir hinum vitra kennara. „Aðeins Allaha (guð Múhameðstrú- ar) veit, hvort faðir minn mun fallast á þetta.“ Þegar þeir komu til heimilis Alis, hljóp hann á undan inn. „Pabbi,“ kall- aði hann. „Það er kominn gestur. Kenn- arinn er kominn og ætlar að tala við þíg“ Fullorðnu karlmennirnir heilsuðu nú livor öðrum, en Ali hljóp inn til mömmu sinnar. Hann hefði gjarnan viljað hlusta á samtalið, en hann vissi, að til þess var hann of ungur ennþá. VORIÐ 37

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.