Vorið - 01.03.1963, Page 42

Vorið - 01.03.1963, Page 42
Asninn ber þolinmóður byrðarnar fyrir UNICEF. Kennarinn talaði lengi við föður Alis, og þegar því var lokið, var kominn tími til kvöldbæna, en þá kom faðir Alis inn og kallaði á móður Alis. „Á morgun förum við til Tameslouth,“ sagði hann. „Þar er hjúkrunarkona, sem getur kannske hjálpað syni okkar. Og þú ferð með, Ali, svo að þú getir hjálpað móður þinni með Hashim. Þú skalt nú fara og kemba asnanum vel og vandlega, svo að hann líti vel út í ferðinni. Mamma þín getur ekki borið litla bróður þinn á handleggnum svo langa leið.“ Það voru 8 kílómetrar til Tameslouth, og asninn var heldur hægfara, svo að ferðin hlaut að taka langan tíma. Auk þess myndi hitinn tefja fyrir þeim. Bara að litli bróðir þyldi nú hitann. Ali hafði verið í Tameslouth aðeins einu sinni. Þá hafði hann farið á markaðinn með föður sínum. Bara að ókunna konan gæti nú hjálpað litla bróður. Ferðin hófst snemma næsta morgun. 38 VORIÐ Hashim litli var aðeins ársgamall og var bæði lítill og magur eftir aldri. Hann grét nálega allan tímann, sem þau voru á ferðinni. Áður en hann veiktist hafði hann alltaf verið svo rólegur og glaður. Hann hafði þá setið í körfunni uppi á hrygg asnans. Þar hafði hann brosað og hlegið þangað til hann sofnaði. En nú var orðin breyting þar á. Þeim gekk mjög vel að finna miðstöð UNICEFs. Allir þorpsbúar vissu, að það var komin ný hjúkrunarkona, og margir höfðu þegar farið á fund hennar með börn sín, sem eittbvað voru veik. Margar konur með blæju fyrir and- liti stóðu í biðröð fyrir utan húsdyrnar og biðu þess að mega koma inn. Ali leit á þetta sem tákn þess, að hjúkrunarkon- an væri í miklu áliti og gæti líknað mörgum. Þegar konurnar sáu, að móðir Alis var aðkomukona, komu þær til hennar, og þegar þær fengu að vita hvað að var, fylgdu þær henni inn til hjúkrunarkon- unnar. Hún heilsaði móður Alis mjög vin- gjarnlega. Því næst skoðaði hún litla drenginn frá toppi til táar, síðan athug- aði hún með hjálp hitamælis, hvort Hashim hefði hitasótt. Að því búnu brosti hún til móður Alis glaðlega og mælti: „Þú mátt vera glöð. Það gengur ekk- ert að litla drengnum. Hann er aðeins hungraður og hefur líklega verið það síðan þú tókst hann af brjósti. Nú skalt þú fá þurmjólk og töflur með bætiefn- um handa honum, og svo skal ég segja þér hvers konar mat hann á að fá fram- á

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.