Vorið - 01.03.1963, Page 48

Vorið - 01.03.1963, Page 48
BARNALEIKIR AÐ DREKKA AF KÖNNU KRÚSMUSAR Krúsmus situr á stól, hlægilega bú- inn, með klút um höfuðið, könnu í ann- arri hendi og þvottadulu í hinni. Aðrir, sem ætla að vera með í leikn- um, eru úti, en koma inn einn og einn og heilsa: — Góðan dag, Krúsmus! — Komdu sæll, Rasmus, segir hann. — Get ég fengið að drekka úr könn- unni þinni, Krúsmus? — Já, ef þú hlærð ekki, svarar Krús- mus. Ef hann hlær, rekur Krúsmus hann út með þvottadulunni. En ef hann getur varist hlátri, fær hann ekki aðeins að drekka, heldur einnig að vera inni og horfa á hina, sem koma inn. AÐ VINNA KÓNGSRÍKID Tveir setjast móti hvor öðrum á gólf- ið og rétta úr fótunum, svo að iljarnar mætast. Svo taka þeir með báðum hönd- um um kefli, sem þeir hafa á milli sín. Svo eiga þeir að reyna að lyfta hvor öðrum frá gólfinu. Sá, sem getur það, vinnur konungsríkið. AÐ ÞRÆÐA NÁL Þátttakandi lætur flösku á gólfið, sezt á hana með fætur í kross. Svo er honum færð nál og tvinni, og á hann að reyna að þræða nálina meðan hann situr í þessum stellingum. En margir velta á hliðina. AÐ KVEIKJA LJÓS Þátttakandi situr á flösku eins og við að þræða nálina, og heldur á kerti með Ijósi í annarri hendinni. Með kertinu á hann að kveikja á öðru kerti, sem hann heldur á í hinni hendinni, í4 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.