Vorið - 01.03.1966, Side 9

Vorið - 01.03.1966, Side 9
Þegar Þórar.inn var búinn aS jafna sig dálítiÖ, kom hann vaðandi í land og leiddi sjólið. Strákarnir tóku honum með hlátri og gamanyrðum. „Vissi ég ekki,“ sagði Leifi. „Þér var nær, að vera ekki alveg svona montinn. Eg vissi ])að alltaf, að þú kæmist ekki hálfa leið. Og ekki færðu kúluna.“ „Hvað var þetta sem kom fyrir þig, Tóti minn? Fór klárskömmin að ausa og setti þig svona laglega af sér. Hon- um hefur líklega þótt hálf kalt í tjörn- inni,“ bætti Hörður við, og reyndi að sýnast fjarska alvarlegur. „Hugsið þið ykkur bara, strákar. Var það ekki alveg voðalega hlægilegt, að sjá aftan undir hann,“ sagði Siggi og fékk um leið magnaða hláturshviðu. En þetta beit ekki á Þórarin. Það var nú drengur, sem ekki var að fara í fýlu út af smámunum. Þrátt fyrir allt brosti hann eins og sigurvegari framan í strák- ana og sagði: „Já, nú vil ég fá aurana og kúluna, því að út í hólmann komst ég.“ „Komst! Já, en þú hjólaðir ekki alla leið. Og þess vegna færðu ekki neitt,“ svöruðu strákarnir og voru vel sam- mála. En Þórarinn lét sig ekki. — „Jú, víst, ég var sama sem kominn alla leið. Það hefur ekki vantað meira en svo sem alin, en þá lenti hjólið í holu. Annars hefði ég leikandi komizt alla leið.“ Þeir þrefuðu um þetta góða stund. En þá fór að koma hrollur í Þórarin, svo að öll hersingin hélt heim í skóla. Þegar heim kom, heyrði kennarinn miklar þrætur og hávaða neðan úr for- stofu og fór að gæta að, hvað um væri að vera. Strákarnir sögðu honum þá upp alla sögu, báðu liann að dæma í málinu. Hann lofaði því, en sagðist ekki geta dæmt í svona stórmáli undirbún- ingslaust. Yrði hann að fá að hugsa sig um til morguns. Strákarnir létu það gott heita. Svo fór Þórarinn að fara úr hleytunni. í lok fyrstu kennslustundar morgun- inn eftir, dró kennarinn skjal upp úr vasa sínum og las mjög hátíðlega: „Það kunngerist hér með, að í gær bauðst herra Þórarinn hjólreiðakappi til að hjóla út í Tjarnarhólmann. Ef hann gæti það, lofuðu skólabræður hans, sjö að tölu, að gefa honum sína 5 aurana hver, samtals 35 aura. Auk þess lofaði Þorleifur, að gefa honum kúluna góðu, sem margan tindáta hefur að velli lagt. Sú kúla er metin á 40 aura. Nú fór svo, að Þórarinn komst ekki alla leið á hjól- inu, en lenti í holu og stakkst á höfuðið. Telja því skólabræður hans, að hann eigi ekki nein verðlaun skilið. Ollum ber þeim þó saman um, að þetta hafi verið ágæt skemmtun. T. d. segist Sig- urður T. hafa verið nærri dáinn af hlátri, þegar hann sá Þórarin standa á öfugum enda í tjörninni. Hlýtur þetta því að hafa verið framúrskarandi gam- an. Dómaranum þykir nú réttlátt, að þeir borgi svona góða skemmtun. Þar að auki hefur Þórarinn sýnt, að hann er fullhugi mikill, og er óvíst, að hinir strákarnir hefðu leikið þetta eftir. Því dæmist rétt vera: Þórarinn skal fá kúluna til eignar og afnota, en fyrst hann komst ekki alla leið, fær hann enga peninga. Aftur á móti skulu strákarnir borga sína fimm VORIÐ 5

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.