Vorið - 01.03.1966, Síða 14

Vorið - 01.03.1966, Síða 14
Báðum drengjunum var samt fagnað, þegar þeir komu í land, en báðir tóku því fálega. Geiri vegna sinnar venjulegu hlédrægni, en Pétur af ástæðum, sem okkur eru kunnar. Ekki vildu þeir að þeim væri fylgt heim, því að báðir höfðu nú jafnað sig eftir baðið og héldu því næst heim til sín. — Það komu gestir í skólakjallarann þetta kvöld. Pétur, sonur læknisins drap þar á dyr og með honum voru þeir Sig- urður í Sætúni og Halli á Hamri. Móðir Geira kom til dyra og þá stóðu þeir fé- lagar fyrir utan með húfurnar í hend- inni og spurðu, hvort þeir mættu tala við Geira. Jú, það var sjálfsagt. Að vörmu spori kom Geiri út og þeir heils- ast. Pétur sleppti ekki hönd hans strax, en sagði: „Ég þakka þér fyrir að þú bjargaðir mér, þú ert hetja, Geiri.“ Geiri hélt, að nú væri erindinu lokið, en svo virtist ekki vera. Það kom vand- ræðaleg þögn, en þá tók Pétur aftur til máls, rétti enn fram höndina og mælti: „Viltu fyrirgefa mér, Geiri. Það var ég og þessir drengir, sem réðust á þig í skólakjallaranum í vetur. Það var skammarlegt, þú hafðir aldrei gert okk- ur neitt. Viltu fyrirgefa okkur.“ — „Já, viltu fyrirgefa okkur,“ sögðu þeir Sigurður og Halli. Við sjáum svo mikið eftir þessu. Þú ert miklu betri drengur en við.“ „Já,“ sagði Geiri. „Ég fyrirgef ykk- ur.“ Og því til staðfestingar tókust þeir allir í hendur. Þeir voru allir svo klökkir að þeir gátu ekki sagt meira. — Þegar skólinn hófst morguninn eftir, leyndi það sér ekki, að Geiri var maður dagsins. Allir vildu snúast í kringum hann, og tala við hann, en Geiri var fátalaður að venju, en þó leyndi það sér ekki, að hann var glaður. I fyrstu frímínútunum þennan dag stóðu þeir Pétur og félagar hans fyrir utan skrifstofudyr skólastjórans og þeg- ar skólastjór.inn opnaði, báðu þeir um viðtal. Enginn vissi, hvaða erindi þeir áttu við hann, og við vitum ekki, hvað þar fór fram, en þegar þeir komu út aftur, voru þeir glaðlegir á svip og skóla- stjórinn kvaddi þá brosandi. Um kvöldið kom Pétur heirn til Geira og fékk honum umslag, og mælti: „Pabbi bað mig að færa þér þetta.“ Þegar Pétur opnaði umslagið kom innan úr því 500 króna seðill, ásamt nokkrum innilegum þakkarorðum frá læknishj ónunum. Harmes J. Magnússon. Kennarinn hafði lesið stíl Eiríks og var mjög óánægður. — Ég skil ekki, að nokkur geti skrifað stíl með svo mörgum villum, sagði hann. — Pabbi hjálpaði mér, svaraði Eiríkur. X Pétur litli var dálítið út undir sig. Dag nokk- urn sagði hann við móður sína: — Mamma, hvort viltu heldur eiga mig eða tíu þúsund krónur? — Auðvitað vil ég heldur eiga þig, drengur minn. Þú ert mér meira virði en ein milljón krónur. , — Mamma, þá getur þú eflaust lánað mér eina krónu til að kaupa ís fyrir? X — Heyrðu Oli, geturðu sagt mér hvað ég væri, ef ég sting hendinni í vasa þinn og næ frá þér krónupeningi? — Töframaður, herra kennari. 10 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.