Vorið - 01.03.1966, Page 16

Vorið - 01.03.1966, Page 16
Við komuna til London. Vi3 vorum rétt stignir út úr Flugfélagsvélinni, þegar Ijósmyndari birtist og smellti af okkur mynd. settumst við aftur í vél og borðum dýr- indismáltíð. Nokkurri stundu síðar var vagni ekið eftir flugvélinni og farþegum selt ýmis- legt, sem hann innihélt, svo sem sælgæti og tóbaksvörur. Flugferðin til Lundúna tók rúmar fjórar klst. Rigning var á Lundúnaflugvelli. „Spennið öryggis- beltin, reykingar bannaðar," heyrðist innan úr hátalara og síðan var okkur sagt að seinka klukkunni um eina klst. Er út úr vélinni kom beið okkar þar Páll Heiðar Jónsson, aðstoðarfulltr. F. í. í London. Og Ijósmyndari kom þarna askvaðandi og smellti af mynd. Þá var lagt af stað beinustu leið til flugskýlis- ins. Þar stóðum við í langri fylkingu og brátt var farið í gegnum vegabréfa- og tollskoðun. Úti fyrir var stigið upp í strætisvagn og brunað í átt til borgar- innar. Nú bar margt fyrir augu mín, sem mér þótti matur i. Lundúnaflug- völlur er skammt frá sjálfri borginni og fórum við í bíl þessum að stóru liúsi í 12 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.