Vorið - 01.03.1966, Qupperneq 22

Vorið - 01.03.1966, Qupperneq 22
menn voru píndir. Þegar við komum þangað leið mér ekki vel að horfa upp á þetta. Þangað niður fara aðeins þeir, sem eru góðir á taugum. Síðan var farið heim á hótel, en um kvöldið fórum við ásamt Páli Heiðari á ljómandi fallegan veitingastað. Okkur var borinn dýrindis matur sem við gerð- um góð skil. A palli í miðjum salnum var hawaiisk hljómsveit sem lék róman- tísk lög frá Suður-Kyrrahafseyjunum. Þessi staður var eftirlíking af strönd eyj- ar í Suður-Kyrrahafinu, með kóral- rifjum, útskornum guðamyndum og flestu því sem maður les um eða sér í kvikmyndum frá Hawai. Þegar við fór- um út, skoðuðum við marglita fiska í búrum, sem komið var fyrir í anddyr- inu, en það var eftirlíking af gríðarlega stórum sjávarhelli. Og seint um kvöldið var farið heim á hótel og sofið vært til morguns. Snemma morguninn eftir fórum v.ið á fætur, en er við komum niður í veit- ingasalinn, þar sem við vorum vanir að borða, var allt morandi í fólki, svo við komumst ekki að. Borðuðum við þá annars staðar. Fram að hádegi var ark- að úr einni búðinni í aðra og verzlað m.ikið, en þá fórum við á skrifstofu Flugfélagsins og kvöddum Pál Heiðar. Síðan var haldið til Jóhanns Sigurðs- sonar, en hann var á skrifstofu sinni. Sýndi hann okkur myndir, sem ljós- myndari hafði tekið af okkur við kom- una til Lundúna. Jóhann fór með okkur á danskan veitingastað og þar borðuð- um við okkar seinustu máltíð í London. Klukkan var orðin hálf þrjú er við stóð- um upp frá borðum og gátum við aðeins farið í eina verzlun áður en við brun- uðum út á Lundúnaflugvöll, því flug- vélin til Islands átti að hefja sig á loft kl. 4. Flugvélin sem við flugum með var „Skýfaxi“, og brátt hóf hún sig á loft og London hvarf sjónum okkar. Það var leiðinlegt að skilja svona fljótt við þessa skemmtilegu borg, þar sem ég hafði upp- lifað ynd.islegustu stundir í lífi mínu. Alla leið til ættjarðarinnar flugum við ofan skýja, og vissum eigi fyrr en Ský- faxi lenti lieilu og höldnu á Reykjavíkur- flugvelli. í flugafgreiðslunni kvaddi ég ferða- félaga mína og þakkaði þeim fyrir ynd- islega ferð. Flugfélag.i Islands og Vor- inu færi ég mínar beztu þakkir. Hjálmar Haraldsson. J SVÖR VIÐ VERÐLAUNAGETRAUN 7 \ í 3. HEFTI S \ 1. Hann er afmælisdagur Jóns Sig- 1 i urðssonar. I i 2. 21. júní. I / 3. Miðnætti. ? 7 4. Einn sólarhring. 7 1 5. Við hreyfingu mónans umhverfis 1 I jörðu. 1 L Verðlaunin hlaut Guðbjörg Hjalta- i / dóttir, Viðiholti, Skagafirði og var það 1 1 bókin Sögur Jesú. 7 J SVÖR VIÐ VERÐLAUNAGETRAUN J J í 4. HEFTI \ 1 1. Einn mónuð. I | 2. Klukkan 6. 1 7 3. Með 1. sunnudegi i jólaföstu. 7 7 4. 21. desember. 7 1 5. Þorri var tileinkaður bændunum 7 1 en Góa konunum. j i Verðlounin hlaut Jón Guðmunds- i i son, Grundarstig 8, Floteyri og var í 7 þcð bókin Sandhóla-Pétur II bindi. I 18 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.