Vorið - 01.03.1966, Qupperneq 42

Vorið - 01.03.1966, Qupperneq 42
sínum frá þessu, létti hann á samvizku sinni, og það var kannski það rétta. En þó var einhver lágvær, hvíslandi rödd langt, langt inni í honum, sem sagði, að hann skyldi ekki segja föður sínum frá þessu, en eiga seðilinn sjálfur. Það vissi ekki nokkur lifandi sál um þetta. Sá, sem hafði misst seðilinn ætti sjálf- sagt marga aðra seðla, fyrst hann hafði ekki saknað þessara peninga. Þar að auki voru þeir margir, kannski allir, sem töldu sig eiga það, sem þeir fundu, án þess að segja nokkrum frá því. Faðir hans sat inni í stofu og las blöð- in þegar Kári kom inn. Nú var tækifæri fyrir hann að tala við föður sinn. En nú brá svo við, að lága, hvíslandi röddin varð háværari: „0 — blástu bara á þetta. Enginn veit, að þú fannst seð.ilinn og á mánudag getur þú farið í leikfangabúðina og keypt flugvélina.“ Faðir hans horfði á Kára yfir blaðið, sem hann var að lesa. „Er nokkuð að, Kári?“ spurði hann. „Langar þig til að tala um eitthvað við mig?“ Kári strauk með tánni yfir gólfábreið- una. „Nei,“ sagði hann að lokum hægt. „Það er ekkert." Svo gekk hann út aftur og lokaði hurðinni á eftir sér. Röddin innra með honum hafði unnið sigur, en það gladdi Kára ekki, þvert á móti. Hann fór smátt og smátt að fyrirlíta sjálfan sig, fyr.ir veikleika sinn. Og það rann upp fyrir honum, að hann myndi enga gleði öðl- ast þótt hann eignaðist flugvélina — hann var meira að segja orðinn alveg viss um það, af því að hann hafði ekki unnið fyrir peningunum sjálfur á heið- arlegan hátt. Hann gekk hægt upp stigann og inn í herbergi sitt. Hann sá í gegnum glugg- ann sinn, að sólin skein í heiði, en það hafði í þetta sinn engin þægileg áhrif á hann. Það var engu líkara en það væri dimmt innra með honum og einhver grámóska yfir öllu. Hann lagði tíu króna seðilinn hjá sér á borðið, og það var eins og hann starði ásakandi á hann frá borðinu þar sem hann lá. Svo tók hann fram vindlakass- ann til þess að leggja hann hjá hinum seðlinum. Hann opnaði lokið og hafði nærri rekið upp hljóð. Kassinn var tóm- ur. Aðeins nokkrir smápeningar. Hvað var orðið af tíu króna seðlinum hans, sem hann hafði haft svo mikið fyrir að eignast? Kári settist niður og fór að hugsa sig um. Hann mundi, að hann hafði séð hann þegar hann kom heim úr skólan- um, en hann gat alls ekki munað, hvort hann hafði látið hann aftur í vindlakass- ann. Þegar hann hugsaði sig betur um, minnti hann nú, að hann hefði stungið honum í vasa sinn til að geyma hann þar ofurlitla stund, og svo hafði hann lík- lega gleymt að láta hann i kassann aftur. Hann leitaði nú í ofboði í öllum vös- um sinum, en það bar engan árangur. Seðillinn var horfinn með öllu. Honum lá við gráti. Hann var búinn að vinna, þræla og spara í margar vikur, og svo var allt orðið að engu. Nú hafði hann til einskis unnið. Hann reiknaði ekki með seðlinum, sem lá á borðinu 38 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.