Vorið - 01.03.1966, Page 46

Vorið - 01.03.1966, Page 46
hún á vinstri hliS, alveg eins og hún vildi sýna mér borgina sem allra bezt. Og mikið varð ég undrandi yfir stærð hennar og útliti. Flugvélin lenti þar tæpl. 20 mín. geng- in í átta og staðnæmdist örstutt frá af- greiðsluhúsinu. Ég losaði um beltið, reis á fætur, og gekk út í sólskinið. Nú hafði ég í fyrsta sinn sunnlenzka grund undir fótum. Ég var ekki fyrr komin út en vinkona mín — Aðalheiður A. Maack og maður hennar Oðinn Geirsson — óvörpuðu mig og varð ég þá glaðari en orð fá lýst. Það var fyrirfram ákveðið, að þau tækju á móti mér. Þessi vinkona mín, Aðalheiður, er þremur árum eldri en ég. Hún dvaldi tíma úr sumrum með mér heima á Bjarmalandi, á aldrinum 8—12 ára. Þá bundumst við þeim tryggðahöndum, sem ég vona að endist æv.ilangt. Næst var ekið í bílnum þeirra, R 6759, inn í borgina. Fórum við um elzta hiuta hennar. Þar sá ég mörg hús, sem ég hafði lesið um og heyrt nefnd í útvarpi, eins og t. d. Bændahöllina, Fríkirkjuna, Al- þingishúsið, Þjóðleikhúsið og ýms fleiri, er ég nú le.it eigin augum í fyrsta sinn. Eftir nokkra stund námum við staðar við Bakkagerði 15, þar sem Jarþrúður Maack, móðir hennar á heima. Þá fór- um við aftur niður í borgina, að húsi nr. 28 við Hverfisgötuna, en þar býr vinkona mín fyrrnefnda, sem ég kalla alltaf Gógó, og maður hennar Óðinn. Þar borðuðum við ljúffengan kvöld- verð, sem bragðaðist ferðalanginum í meira lagi vel. Síðar leit ég sjónvarp, í fyrsta sinn, en það er líkast því að horfa á kvikmynd. Síðan háttaði ég í uppbúið rúm. Og um leið og ég hallaði mér á koddann — eftir að hafa litið í bók, litla stund — við dunandi hávaða borg- arinnar, rétt utan við gluggann minn, luktust augun. Og undarlega fljótt sveif ég, með bros á vör, inn í draumalöndin, þar sem allur hávaði var hljóðnaður. Fyrst í stað, fannst mér þó meira til um hann — hér á jörðu niðri — en flug- vélagnýinn, því á fimm mínútum íaldi ég 40 bíla þjóta eftir götunni við hús vinkonu minnar, eins og þeir væru í kappakstri. Og ég heyrði sagt, að strætisvagnar far.i þar um aðra hvora mínútu. Dvöl mín í höfuðborginni. Þegar ég vaknaði, fyrsta morguninn, undraðist ég mest, að ég skyldi sofa eins og rotaður selur alla nóttina, í þessum gauragangi öllum. Varð mér litið út um gluggann og skildi þá enn betur en áður muninn á borgarlífinu og kyrrlátum morgnum upp til dala. Fram yfir hádegi dvaldi ég hjá Jar- þrúði, móður Gógóar. Þá fór ég á hár- greiðslustofuna „Perma“, og svo aftur heim til Jarþrúðar. Hjá henni var ég fram yfir kvöldmat. Þá fór ég út með Gógó og Óðni í R 6759. Þau óku með mig um alla borgina og þar á meðal upp að hitaveitugeymunum. Þaðan var margt að sjá. Veðrið var líka yndislegt, alveg slafalogn og blessuð sólin sendi sína mildu geisla yfir láð og lög. Næst var stefnt að forsetabústaðnum — Bessa- stöðum. — Þar þótti mér reglulega fall- egt um að litast. En hvergi kom ég auga á blessaðan forsetann. Þaðan fórum við 42 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.