Vorið - 01.12.1966, Page 26

Vorið - 01.12.1966, Page 26
orgel og Gísli á blokkfiautu. Hygg ég, að börnin hafi ekki sízt verið hrifin af hljómlist drengjanna. Meðan þeir dvöldu hér á Akureyri átti ég við þá stutt viðtal fyrir Vorið, þar sem ég bjóst við að lesendum Vors- ins væri það kærkomið. Fylgir þetta viðtal hér á eftir. — Hvað eruð þið gamlir? Gísli: Við erum fæddir 5. apríl 1952 í Vestmannaeyjum. Foreldrar okkar eru Helgi Benediktsson, framkvæmdastjóri, og Guðrún Stefánsdóttir. Við vorum fermdir síðastliðið vor. — Hefur verið leilað lœkninga er- lenclis með sjónina fyrir ykkur? Gísli: Þegar við vorum 4 ára vorum við 4 mánuði í Vesturheimi til lækninga hjá sérfræðingum í augnlækningum. Ár- ið eftir vorum við þar aðeins styttra. En þær aðgerðir, sem gerðar voru á okkur, heppnuðust ekki vel. — Hve lengi hafið þið verið í Blindra- skólanum í Reykjavík? Gísli: Við höfum alls verið þar í fjóra vetur. Við byrjuðum í skólanum þegar við vorum átta ára. Þar lærðum við fyrst að lesa blindraletur og síðar allar almennar námsgreinar, sem kennd- ar eru í skólanum. Biindraletrið er sam- ansett af upphleyptum punktum í mis- munandi afstöðu. Til dæmis er a einn punktur, b tveir punktar, annar hærra en hinn og d fjórir punktar eins og fer- hyrningur. Og með því að þreifa eftir línunum er hægt að lesa úr þessu letri. — Hvað þótti þér skemmtilegast í skólanum, Arnþór? Arnþór: Eg held að mér hafi þótt ís- landssagan skemmtilegust, en reikning- urinn leiðinlegastur. — En hvað lœrðuð þið í hljómlist í Reykjavík á þesswm árum? Gísli: Við vorum í tímum fyrsta vetur- inn. En svo komumst við á lag með að bezt var að fá kennarann til að leika fyrir ok'kur æfingarnar, þá heyrðum við taktinn í þeim og fórum eftir laglínunni, en lærðum engin nótnamerki. -— Hver var kennari ykkar í tónlist? Gísli: Það var frú Þorbjörg Halklórs frá Höfnum. Hún kenndi okkur báðum á píanó, en ég var víst eitthvað latur að læra, svo að ég var látinn byrja að læra á klarinett og var Jón G. Þórarins- son kennari minn. En það gekk ekki heldur vel fyrir mér. Síðan hef ég mest leikið á flautu og er hún uppáhaldshljóð- færi mitt. Olgeir Kristjánsson kenndi mér á hana, þegar ég var 10 ára. — En, þú hefur lialdið áfram með píanóið, Arnþór? Arnþór: Já, ég leik bæði á píanó og orgel. Mér fellur vel að leika á þetta rafmagnsorgel, sem ég hef með í ferð- inni, þó að ég lei'ki einnig á fleiri hljóð- færi. — Og þið semjið einnig lög? Arnþór: Já, við höfum samiö nokkur lög og leikum þrjú þeirra í þessari ferð, þar á meðal lagið um Vestmannaeyjar, sem vakið hefur nokkra athygli, eftir að það heyrðist í útvarpinu. — Hlustið þið ekki mikið á tónlist? Arnþór: Jú, við gerum það og tökum mikiö af tónlist upp á segulband og hlustum svo á það aftur okkur til dægra- styttingar. — Eigið þið stórt plötusafn? 168 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.