Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 4

Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 4
Bílakóngurinn FORD Það var á heiðskírum haustdegi árið 1880. Hár og hraustlegur sautján ára piltur fór fótgangandi um farinn veg í suðurhluta Michigan í Bandaríkjunum. Hann leit út fyrir að vera einn af þeim, sem vita, hvað þeir vilja. Þetta var Henry Ford. Það hafði kost- að liann mikla erfiðismuni að losna að heiman til þess að leita sér atvinnu í borginni. Faðir hans var stórbóndi, sem átti 1000 ekrur af góðu landi. Allt hafði gengið vel meðan móðir Henrys lifði. Hún var dugnaðarforkur — hafði alltaf tíma til alls.. En hún dó, þegar Henry var á unga aldri. Hann gleymdi henni aldrei. Allir á bænum söknuðu hennar sáran. Þegar Henry komst á legg, varð hann að hjálpa föður sínum. Honum þótti samt skemmtilegast að smíða. Þegar liann kom til járnsmiðs í fyrsta skipti, þurfti hann að spyrja um margt. Og eftir það kom hann í smiðjuna eins oft og hann gat. — Nú verður þú að vera heima og hjálpa mér við búskapinn, sagði fað- ir hans við hann, þegar skólavist hans var á enda. — Nei, pabbi. Það er eitt, sem mig langar til mest af öllu, og það er að fara til borgarinnar og læra að fara með vél- ar, svaraði Henry. Og hann sat fastur við sinn keip, þangað til faðir hans lét und- an og leyfði honum að fara. Borgin hét Detroit og var mesta járn- vinnslu- og vélaborg. Þar stóð hver verk- smiðjan við hliðina á annarri, og þaðan voru send ósköpin öll af fullgerðum vör- um út í heiminn. Þar voru márgar járn- bræðslustöðvar, steypusmiðjur og aðrar vinnustöðvar. Þar var vélaskrölt og vinnu- þys allan liðlangan daginn. Allt, sem nöfnum tjáir að nefna, var unnið þarna, svo sem kerti, húsgögn, eldhúsáhöld, vagn- ar, orgel, vélar og allt, hvað heiti hefur annað. Detroit var tilvalinn staður fyrir ung- ling, sem áhuga hafði á vélum og smíði. En ekki langaði Henry að vinna í verk- smiðju. Ilann kærði sig ekki um að læra að vinna með vél og framleiða vörur. Nei, hann langaði til að læra að þekkja vélina sjálfa, hvernig hún væri sett sam- an, og hver væri leyndardómur hennar. Þegar ha,nn var 12 ára gamall, kom 4 VoRIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.