Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 6

Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 6
afkastað á sem skeimnstum tíma með sem minnstu erfiði. Það voru engar smáræðis fyrirætlanir, sem liann hafði sett sér. Frá því hann var harn að aldri, hafði liann haft áhuga á gufuvélinni. Oft hafði hann horft á ketil móður sinnar, þegar gufustrókurinn stóð upp úr stútnum. Og liann hafði reynt að setja tappa í stútinn. En alltaf brauzt gufan iit einlivers staðar annars staðar. Hún liafði í sér kraftinn, sem elcki var hægt að fjötra. En hvernig færi nú, ef honum tækist að loka hana inni? Þetta var fyrsta merkilega tilraunin, sem hann gerði. Hann náði í gamla leir- könnu fyllti liana af vatni, lokaði síðan með leir fyrir öll op og lét leirinn þorna vel og harðna. Síðan setti hann könnuna yfir eld og kynti. Eftir stundarkorn fór að suða í könn- unni. Það sýndist vera ósköp meinlaust. En suðan tók að vaxa. Það var farið að þrengja að gufunni. Hún hvæsti. Hún urraði eins og grimmur hundur. Allt í einu kom voðalegur livellur. — Iíeitt vatn og leirflísar hentust af miklu afli iit um allt herbergið. Og nú vaknaði löngun hans til ]>ess að læra að ráða yfir þessu afli og stjórna því. Ef hann frétti af gufuvél einlivers staðar í nágrenninu, fór hann þangað og skoðaði hana í krók og kring. Hann vissi orðið talsvert, en hann vildi læra miklu meira. Þess vegna fór hann nú, þeg ar hann kom til Detroit, beina leið inn í eitt vélaverkstæðið og spurði eftir yfir- manninum. — Hann stendur þarna, sagði einn af verkamönnunum og benti á hann. Henry fór beint til hans. — Mig vantar vinnu, og mig langar að læra eitthvað um vélar, sagði hann. — Jæja, þig langar til að læra eitthvað um vélar, sagði yfirmaðurinn. Rétt er það. Ég skal gefa þér kost á því. Komdu hingað kl. 7 í fyrramálið. Þar með var Ilenry Ford ráðinn vél- smíðanemi. Hann byrjaði á byrjuninni, og launin voru lág, aðeins 2y2 dalur á viku. En hann hugsaði ekki mikið um peningana. A hverjum degi mátti hann nú vinna að því, sem hann hafði áhuga á og þótti mest gaman að. Með hverjum deginum, sem leið, myndi liann læra eitt- hvað nýtt og nálgast smátt og smátt hið mikla mark, sem hann hafði sett sér. Enda lá hann ekki á liði sínu. Hann vann svo vel, að launin hækkuðu brátt upp í fimm dali á viku. En áður en langt um leið stóð hann aftur á tímamótum. Hann gat ekki lært meira þarna. Og nú var um það að ræða, livort hann ætti að halda áfram þarna og tryggja sér góða stöðu eða fara og læra meira og hætta á að fá lægri laun. Hann gerði sér ljóst, að nú var hann útlærður vélsmiður, og gat, notað kunn- áttu sína til að smíða sjálfur vélar. Svo að hann bann sagði lausri stöðu sinni og fór til vélaeiganda nokkurs, sem ferðaðist á milli búgarða og þreskti korn með vél- um sínum. Verkefni hans var að lialda vélunum við og gera við þær, ef þær bil- uðu. Þessi vinna stóð aðeins fram á baustið. Þá fór hann heim til föður síns og hjálp- aði til við búskapinn. Hann breytti smið.j unni í smáverkstæði, þar sem hann kom sér meðal annars upp borvél. Þar undi liann við tilraunir sínar, hvenær, sem honum gafst tómstund til. Honum veittist ekki erfitt að smíða dráttarvél,-sem gekk fyrir gufu. Úr göml- 6 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.