Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 8
smiðjugólfinu, tandurhreinn og gljáandi
og benzínið komið í geyminn. Nú var að-
eins eftir að vita, hvort hann væri í lagi.
Henry tók sveifina og sneri rösklega.
Það kom stór skellur. Aftur sneri hann
sveifinni — og vélin fór í gang. Iíann
stillti henzíngjöfina og vélin tifaði jafnt
og reglulega. Vagninn titraði. Það var
eins og hann biði eftir [iví með óþreyju
að lcomast af stað.
Henry Ford stökk upp í ökusætið, tók
stýrið og skipti reiminni yfir. Undra-
vagninn kipptist við og rann af stað.
Vagninn ók með góðum hraða götuna
á enda og næstu götu og aftur heim og
nam þar staðar eins og til stóð.
Alltaf rigndi. Þau voru ein, tvö ein um
þetta, Iíenry og kona hans. Þreytt og ham
ingjusöm hjálpuðust þau að við að ýta
vagninum inn í fyrsta bílskúr sögunnar.
Næsta kvöld ók Henry vagni sínum um
göturnar í Detroit. Og þá vantaði ekki
áhorfendurna! Allir, sem vettlingi gátu
valdið, komu til að sjá furðuverkið. Börn
hlupu á eftir vagninum, æpandi af hrifn-
ingu, en hundar geltu og ýlfruðu og
hestar fældust og trylltust, þegar þeir
mættu Jtessum nýja keppinaut sínum.
Þegar fólk var búið að jafna sig eftir
fyrstu undrunina, hristu víst flestir höf-
uðið og hugsuðu sitt. Hvernig gat nokkur
heilvita maður hætt lífi sínu og limum í
slíku manndrápstrogi ? Hvers vegna í ó-
sköpunum skarst lögreglan ekki í leik-
inn? Var nokkurt vit í að leyfa það, að
slíkt vagnskrímsli fengi óáreitt að valda
umferðarhættu á götunum, fæla hestana
með hávaða og bramli og trufla umferð?
Sumir kröfðust þess, að ef maðurinn
liéldi áfram þessum glettum við saklaust
fólk, yrði lögreglan að setja hann inn!
En meirihlutinn vandist fljótlega vagn-
inum, og menn voru íullir forvitni gagn-
vart fyrirbrigðinu. Hvenær, sem Henry
skildi iiann eftir úti, voru menn komnir
að honum til þess að þreifa á honum, og
sumir settust upp í sætið og settu vélina í
gang. Það kom jafnvel fyrir, að þeir
huguðustu óku spottakorn. Loks var svo
komið, að Iienry varð að tjóðra hann við
ljósastaur, ef hann brá sér frá!
Iíenry varð að kenna sér sjálfur að
aka, því að hann var fyrsti bílstjórinn í
borginni. Umferðarreglur fyrir bílakstri
voru engar til. Númer hafði liann ekki
og ekkert ökuskírteini. Þegar menn fóru
að krefjast þess, að hann væri settur inu
fðr hann til lögreglustjórans og bað um
leyfi til að aka vagninum, og var það
auðfengið. Þannig fékk Henry Ford 1-
ökuskírteinið, sem út var gefið.
Upp úr þessu hefst framleiðsla á bíl-
um í stórum stíl, og vissulega eru skraut-
bílarnir, sem við sjáum í umferðinni í
dag, næsta ólíkir fyrstu bílunum, bæði
hvað snertir útlit og þægindi.
Það verður naumast annað um fyrstu
bílana sagt en að þeir hafi hvorki verið
fallegir eða þægilegir. Sætin voru ekki
bólstruð, engin ljós voru á þeim, og það
varð að snúa þá í gang með sveif. Vagn-
grindin var þmiglamaleg, og toppnuin
var haldið uppi af mjóum stálstöngum,
svo að næsta erfitt var að ná lionum at'
og setja hann á aftur.' Þá þeklstist ekki
yfirbygging sú, sem nú tíðkast, að ekki
sé minnst á rúður, sem hægt er að setja
upp og niður — og miðstöð var engin.
Og öllum almenningi var meinilla við
bílana. Bændurnir hötuðu þessar ófreskj-
ur, sem æddu framhjá með ærslum og
gauragangi. Menn lientu grjóti á efth'
þeim, og til voru meira að segja svo
svarnir óvinir þeirra, að þeir söfnuðu
8
VORIÐ