Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 10

Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 10
REGNDÍSIN Þurrkar voru lengi búnir að ganga. Hver sólskinsdagurinn tók við af öðrun] og hitinn var svo mikill, að öll jörðin brann og skrælnaði. En þá tók aftur að rigna, og þá rigndi svo mikið, að öllum þótti sem liellt væri úr fötu yfir þá, og nú var lielzt útlit fyrir, að þessar hellirigningar mundu engan enda taka. Það buldi í rúðunum, þegar regnið skall á þeim, og það var sem skvampað væri í pollum og þakrennum. Hann Karl litli sat við gluggann og það lá allt annað en vel á honum. Hann mátti ekki koma út fyrir dyr og enginn á iians reki, meðan á þessum ósköpum stóð. Það var ekki til neins að nefna það. Nú var hann búinn að leika sér dögum oftar að bókunum sínum og gull- unum; hann var orðinn dauðleiður á því öllu saman. Ilann stóð nú við gluggann og drap fingrunum á rúðurnar í sífellu. Og svo sagði hann dag eftir dag: ,En sú vitlausa rigning. Skyldi þá aldrei ætla að stytta upp!‘ En nú fór skyndilega að rigna, svo að enginn mundi annað eins. Og þegar sú demba stóð sem hæst, þá sveif grár ský- flóki niður til jarðar. Þetta feiknaský hlutaðist sundur rétt fyrir utan glugg- ann, þar sem Karl stóð. Þá kom dís eða álfkona út úr skýinu. Hún var í gráum hjúp, sem féll um hana eins og í bylgj- um. Hún hafði yfir sér hvítgráa slæðu, eins og á þoku sæi, og í grárri kápu var hún og grár var stafurinn, sem nú hafði í hendinni. Karl litli starði á hana og varð alveg steinhissa. „Hver ert þú?“ spurði hann. „Ég er regndísin; komdu með mér. þá skal ég sýna þér ríldð mitt“. Hún sló stafnum sínum léttan á rúð- una. Þurfti Karl þá ekki annað en stíga út um gluggann og inn í skýið. Kegn- dísin lét hann nú setjast við hlið sér. Hóf þá skýið gráa sig hægt og hægt frá jörðu, hærra og liærra upp í gegnum dynjandi skúrina. Nú sá Karl niður ýfir borgir og þorp, vötn og skóga. En svo hvarf það allt í einu. En þá sá Karl fyrir sér geysiháa höll; var liún líkust dimmu skýi. Gráa skýið nam staðar fyrir utan höllina. Regndísin steig nú út úr vagninum og bauð gesti sínum að koma með sér. — Þau fóru nú gegnum vítt og liátt hlið, og komu þá inn í sjálfa höllina. Veggb’ og dyr voru grá og hvítar þokur héngu fyrir gluggunum; það voru glugga- tjöldin. Og niður eftir veggjunum streymdi sí og æ köld sallarigning. Þau gengu nú víst í gegnum eina fimm- tíu sali og allir voru þeir skreyttir með sama liætti. Regndísin nam loks staðar 1 fjarska stórum sal. Fjórir háir gluggar voru á salnum og mátti um þá sjá út i skýjaliafið umliverfis. I miðjum salnum stóð hásæti silfurgrátt. Þar settist regn- dísin. Hún brá þá af sér slæðunni og kápunni og Karl liorfði á og undraðist, því að regndísin vor svo ung og fögur, þó að liárið væri silfurhvítt. Daggai'- dropar og regndropar glitruðu í felling- 10 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.