Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 28

Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 28
gegnum ketillokurnar. Eimpípan blés með óvenju- legum styrkleika, og Wilson, sem að þessu sinni var við stýrið, féll á gólfið. „Duncan" lét ekki lengur að stjórn. „Hvað er að?“ spurði skipstjórinn, sem kom að í þessum svifum. „Skipið liggur á annarri hliðinni/ ‘ mælti Tom Austin. „Hefur stýrið brotnað?" „Að vélinni! Að vélinni!1 ‘ var kallað neðan ár vélarrúminu. Jolin liljóp niður. Allt vélarrúmið var fullt af gufu, og vélin var stönzuð. „Hvað er þetta? Hvað er þetta? ”kállaði John. „Skrúfan lilýtur að liafa brotnað, — hún er hætt að vinna,“ svaraði vélamaðurinn. „Er ekki hægt að lagfæra þetta?“ „Nei, það er ómögulegt.“ John hraðaði sér aftur þangað, sem hann átti að vera. Aðeins eitt gat bjargað, að setja upp segl og treysta á hið sama náttúruafl til bjarg- ar, sem nú var hættulegasti óvinur hans. Hann skýrði Glenvan frá, livað gerzt hafði, og bað hann að hverfa niður í káetu, ásamt öðrum farþegum, en Glenvan neitaði þvi. „Jú, Eðvarð,“ mælti John ákveðinn. „Ég verS að vera einn uppi með mönnum mínum. Flýttu þór niður. Skipið getur á hverri stundu lagzt á hliðina, og er þá viðbúið, að öllu lauslegu skoli útbyrðis/ ‘ „Getum við þá ekki veitt neina lijálp?“ „Nei, þið verðið allir að fara niður, það er óhjákvæmilegt. Hér verð ég að ráða. Ég Tcrefst þess, að allir hverfi undir þiljur.“ Þegar John Mangles var í slíkum liam, hlaut að vera liætta á ferðum. Greifinn gerði sér ljóst, að hann yrði að gefa gott fordæmi, og gekk þess vegna niður ásamt félögum sínum. John notaði tímann vel. Nú var vandi að haga seglum eftir vindi, og líf þeirra allra var í veði, ef eitthvað mistókst. Enn gekk allt vel, og skipið þaut með ofsahraða yfir öldurnar. Stormurinn jókst enn að mun, og eftir eina klukkustund var komið fárviðri. Það brast í hverju tré, og öldurnar gengu yfir skipið. Há- setarnir voru að klifra upp í stórsigluna til þess að höggva á kaðla, sem héldu henni fastri, þegar seglið losnaði með öllu og flaug út yfir haf- flötinn eins og risavaxinn fugl. Þarna lá „Duncan' ‘ með bilaða vél og segla- laus, ósjálfbjarga á æstum öldum úthafsins. Skip- ið valt svo ákaft, að hásetarnir áttu fullt í 28 fangi með að koma fyrir sig fótunum. Skipið gat ekki þolað þessa veltu lengi. Það lilaut að liðast í sundur innan skamms. Það eina, sem gat bjargað skipinu, var að koma upp einliverjuni seglum, en í þessu veðri lilaut það að taka marg- ar klukkustundir. Klukkan 3 síðdegis hafði j>eim þó verið komið upp. „Duncan“ þaut nú aftur af stað og klauf öld- urnar eins og hnífsegg, svo að brimlöðrið gekk aftur yfir allt skipið. John Mangles vék ekki af verðinum. Hann var áhyggjufullur á svip, er hann hvessti augun á óveðursskýin, sem þutu yfir liiminhvolfið. Ótti skipstjórans var vissulega ekki ástæðu- laus. Skipið hafði hrakið mjög af leið og nálg- aðist nú strönd Ástralíu með þeiin liraða, sem enginn mannlegur máttur gat ráðið við, eins og komið var. Á hverju andartaki mátti búast við því, að skipið rækist á eitthvert skerið og brotn- aði í spón. Þótt hafið væri hættulegt í slíkuni ham, var þó tífalt hættulegra að nálgast land. Jolin gekk andartak frá stjórnpallinum til að ráðfæra sig við greifann, sem Iiann boðaði til sín upp í káetustigann. „Gerðu j>að, sem þú telur liyggilegast og bezt, John,‘ ‘ sagði Glenvan. „Þú skilur þetta allt bet- ur en ég.‘ ‘ „Kona þín? Ungfrú Grant?“ „Eg ætla ekki að segja þeim neitt fyrr en allt er vonlaust, ekki fyrr en landtaka er óhjákvænu- leg. Þú verður að gefa mér bendingu, ef þetta verður nauðsynlegt.' ‘ „Já, ég skal gera það/ sagði skipstjórinn og Bkundaði aftur upp á stjórnpallinn. Greifinir gekk inn til kvennanna, sem vissu að visu, að liætta var á ferðum, en grunaði þó ekki, hve ægileg liún var. Þær væru liugrakkar; sama var einnig að segja um alla hina. Majórinn tók þessu moð slíku æðrulyesi eins og hann væri sanntrúaður Múhameðstrúarmaður. Paganel var i essinu sínu og notaði tækifærið til að lialda lítil" háttar íyririestur fyrir Xtóbert um mismun venju- legra storma og fellibylja. Undir kvöldið létti nokkuð í lofti, og John virtist hann sjá land fram undan. „Það mætti segja mér, að þetta væru saud- hólar,‘ sagði hann við Tom Austin. „Þá hljótum við að vora nærri landi,“ mœWi gamli sjómaðurinn. „Heldur skipstjórinn, að við höfum það af?“ „Ég held, að strand sé ólijákvæmilegt, Tom- VO

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.