Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 5

Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 5
fyrir hann atvik, er liann gleymdi aldrei. Hann var á leið til borgarinnar með föð- ur sínum. Þeir óku í hestvagni. Þá mættu þeir einhverjum galdravagni, sem kom akandi á móti þeim, og enginn hestur fyrir! Yagni þessum fylgdi voðalegur liá- vaði, en hraðinn var ekki að sama skapi mikill. Samt. mjakaðist liann áfrarn. Þegar maðurinn, sem st.ýrði vélinni, kom auga á hestinn, stöðvaði hann vélina til þess að fæla hann elcki með henni. Og Henry var ekki seinn á sér að stökkva niður af vagninum til þess að skoða þet.ta viðundur. —■ Góðan daginn, sagði maðurinn. Vilt þú hafa hestakaup við mig, lagsmaður? Iíenry brosti, en sagði ekkert. — Bn klárinn minn étur kol og geng- ur fyrir gufu. Það er ekkert afl í þessum drógum, sem alltaf eru að japla á heyi og höfrum. Það verða bara húðarbikkjur. Nei, það eru kolin, sem skapa hestöflin, karl minn. Henry starði stórum augum á vélina. Gufuvél og ket.ill vo r u sett á venjuleg- an vagn, þar með fylgdi kolakassi og vatnsgeymir. Prá drifhjóli vélarinnar og til öxulsins lá keðja, sem dró vagninn áfram. — Iíversu hratt gengur hann? spurði Henry. — Tvö hundruð snúninga á mínútu, svaraði maðurinn. Þegar ég flyt keðjuna hingað, fer hann af stað. Bf ég ýt.i henni þangað aftur, stanzar hann. — Þetta er góður útbúnaður, sagði Henrv. En nú kallaði faðir Henrys, og hann varð að fara. Bn oft. þurfti hann að líta við til vagnsins. Hann hefði ekki haft neitt. á móti því að fá að aka honum dálít- inn spotta. Bn hann varð að láta sér nægja að skoða liann eins vandlega og honum var unnt. Honum hafði dottið nokkuð alveg nýtt í hug. Ilann ætlaði sjálfur að smíða vagn, sem hægt væri að aka, án þess að beita liestum fyrir. Hann var ekki fyrr kominn heim, en hann bvrjaði að glíma við þetta. En þær tilraunir mistókust með öllu. Enda voru fátækleg bæði áhöld og efni, ])ó að hann safnaði að sér öllu, sem til náðist, járna- rusli, skrúfum, róm, nöglum og öðru dóti, sem hann gat fundið. ITann átti enn eftir að bíða lengi eftir ævintýravagninum sín- um. Þá fór hann að brjóta heilann um ann- að. Ef hann gæti nú smíðað vél til þess að plægja, herfa, þreskja kornið og saga viðinn og vinna öll erfiðustu verkin á heimilinu? Ilér strituðu bændurnir ár eftir ár. Vinnan var bæði seinleg og erf- ið, en aldrei datt iþeim neitt í hug til þess að létta undir eða flýta fyrir. Að vísu var Henry ólatur, og honum þótti gaman að vinna. En hann vildi láta menn vinna af viti, þannig að sem mestu yrði Vorið 5

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.