Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 24

Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 24
OAýnilequt étfinur eftir Axél Plesner Bolzen. Johan og Henry Velden höfðu mánuð- um saman dvalizt langt inni í afrísku frumskógunum, þar sem faðir þeirra hafði stundað villidýraveiðar handa evr- ópskum dýragörðum. Þeir feðgar hjuggu í stóru húsi, sem hr. Velden hafði höggv- ið til úr plönkum. í stórri girðingu við húsið hafði hann og aðstoðarmenn hans safnað saman dýrum þeim, sem þeir höfðu króað. Ekki var drengjunum leyft að fara með til hinna hættulegu veiða í frumskóginum, enda höfðu þeir ærið nóg að starfa heima fyrir. Þeir aðstoðuðu samstarfsmenn föður þeirra við gæzlu og umönnun dýranna, og þetta voru hin merkilegustu dýr: apar, vatnahestar, villi naut, slöngur og margar tegundir af fugl- um, sem geymdir voru í þar til gerðum búrum. Kvöld eitt kom hr. Velden heim með hálfstálpaða górillu. Það var villt og vandmeðfarin skepna, sem hann þorði ekki að liafa innan um hina apana. Hún var því sett í sérstakt búr í húsinu, þar sem stöðugt var hægt að hafa auga með henni. Nokkrum dögum síðar kom í heimsókn maður að nafni dr. Stove. Hann var á ferð í Afríku í þeim erindagjörðum að ná inn á hljómplötur rödum villidýra og hafði þegar komið sér upp álitlegu safni af slíkum plötum. Ileilt kvöld hafði hann ofan af fyrir hr. Velden og sonum hans með því að lofa þeim að heyra hin marg- breytilegu hljóð. Þarna gaf að hlusta á 24 öskur ljónsins, urr hlébarðans, rymjanda fílsins, hvæs slöngunnar og söng hinna margvíslegustu fuglategunda. Þetta var verulega ánægjulegt. Daginn eftir fór dr. Stove í veiðiför með hr. Velden. Drengirnir urðu eftir heima í húsinu, þar sem þeir skemmtu sér lengi vel við grammófóninn, sem þeir höfðu fengið leyfi til að spila á, ef þeir sýndu gætni í meðferð hans. Þeir heyrðu hvar górillan rótaði sér í búrinu hinum megin við vegginn, en skiptu sér ekkert af því frekar. Ivlukkustundir dagsins liðu, mettaðar þungum hita, en þegar leið að kvöldi, gerðist svalara. Drengirnir voru þá komn- ir inn í dagstofuna, þar sem venjan var að snæða miðdegi.sverðinn. En þar sem þeir sátu nú og nörtuðu í banana, var dyrunum, sem staðið liöfðu í hálfa gátt, skyndilega hrundið upp, og í gættinni stóð — górillan. Vaktmaðurinn hafði gleymt að læsa búrinu hennar, og apinn hafði notað tækifærið til að sleppa úr prísundinni. Drengirnir tveir horfðu nú skelfingo lostnir á þetta rauðbrúna skógartröll, er stóð þarna í dyrunum, lotið og studdist fram á langa og sterka armleggina. Enda þótt skepna þessi væri ekki nema hálf- vaxin, var hún þegar á stærð við meðal- stóran mann og hættulegur óvinur, ef ut í það færi. Svo var að sjá, sem hún væri nú í stríðsskapi vegna hmilokunarinnar, dökk augun undir kafloðnum brúnunum VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.