Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 29

Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 29
Hér verður annars að gerast kraftaverk. Ef guð stýrir ekki skipinu, erum við dauðans matur.“ „Duncan“ fœrðist nú nœr landi með ískyggi- legum liraða og nálgaðist ströndina meir og ffleir. John Jíóttist sjá lygnari sjó innan við hrimgarðinn. Ef „Duncan“ kæmist þangað, var von um björgun. En hvernig átti hann að kom- ast i gegnum þessa œgilegu brimröst? Skipstjórinn skipaði öllum farþegunum að koma upp á þilfar. Hann hafði meiri von um björgun, ef þeir væru ekki lokaðir inni í káetu, þegar skipið strandaði. Glenvan horfði þögull og alvarlegur á brim- löðrið. „John,“ mælti hann lágt við skipstjór- ®n. „Ég ætla að reyna að bjarga konu minni eða deyja með henni. Vilt þú reyna að bjarga ■Haríu Grant?“ „Já, Eðvarð, já,“ mælti John og þrýsti liönd greifans þessu til staðfestingar. „Duncan“ var nú nokkur liundruð faðma frá tandi. Hefði nú verið sléttur sjór, mundi skipið hafa getað þrætt á milli skerjanna, en í þessu hafróti hlaut það að stranda á einhverju rifinu. ®n gat þá enginn mannlegur máttur lægt þessar ®stu öldur ? John kom skyndilega nokkuð í hug. „Lýsið! ‘ ‘ krópaði hann. „Eljótir! Hellið lýsinu í sjóinn!“ Hásetarnir skildu samstundis, hvað skipstjóri átti við. Það var ætlan hans að lægja öldurnar með lýsinu, því að eins og kunnugt er, myndar ^eitin skán á liafinu, sem dregur úr öldufallinu. Ahrifin koma samstundis í ljós, en vinna ekki Segn öldurótinu nema aðeins á þeim stað, þar sem fitulagið liggur í vatninu. Utan við það svæði var brimið ægilogra en það hafði nokkru sinni verið áður. Nú voru sóttar nokkrar tunnur af selalýsi, og eftir fáein axarliögg liafði verið sleginn úr þeim totninn og lýsinu samstundis liellt út yfir borð- stokkinn. Skömmu síðar var skipið komið að sundinu, sem lá inni á milli skerjanna. Nú var stundin ^omin. »6uð hjálpi okkur!“ mælti skipstjórinn ungi. Tunnurnar liringsnerust á öldunum, lýsið 'Ireifðist um yfirborð liafsins og myndaði þar l'ykkt fitulag. „Duncan“ skreið nú eftir þessum ^yrra bletti og oftir skamma stund hafði liann I(°mizt á lygnari sjó innan við brimgarðinn, eu fyrir utan drundi liafið í almætti sínu og ógn. laugardaga með DC-8 LOFTLEIDIR ÁTJÁNDI KAPÍTULI A ástralsTcri grund. John Mangles lót það verða sitt fyrsta verk að kasta báðum akkerunum út. Dýpi þarna reyndist 22 fet. Þarna var „Duncan“ þá kom- inn í örugga höfn, lítinn kyrran vog í skjóli fyr- ir öllu brimróti útliafsins. Glenvan tók þétt í hönd fósturbróður síns og mælti: „Þökk, John!“ Þessi orð voru skipstjór- anurn unga nægileg laun fyrir þátt hans í björg- uninni. Glenvan hafði ekki látið í ljós ótta sinn við neinn nema liann, livorki greifafrúin, María né Róbert liöfðu því hugmynd um, live þau voru í mikilli liættu. En hvar liafði þau borið upp að ströndum Ástralíu? Hvar var nú að finna liina 37. breidd argráðu? John hóf ]>egar nauðsynlegar mælingar, og þá kom það í ljós, að skipið hafði aðeins lítið eitt. vorið 29

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.