Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 11
unum á hjúpi hennar og geisluðu á drif-
hvítum höndum hennar.
Iiún gaf Karli hendingu og mælti:
„Líttu • út um gluggann hægra megin,
hvað sérðu þar?“
„Eg sé ekkert nema ský“.
Iíún snart þá augu Karls með stafnum
sínum.
Karl leit út.
En þau undur, sem hann sá þá! Nú sá
hann ekki nokkurt ský, ekkert nema jörð-
ina . Nú blasti hún við honum ljómandi
af sólskini, plægð og sáin — akur við
akur, garður við garð ,tún við tún. Allir
voru í óðaönn við akurvinnu og túna-
ræktun og aðra vinnu.
Þeir blésu og stundu og Karl heyrði
þá andvarpa:
„Ó, að það kæmi nú dálítil skúr, þó
ekki væri nema fáeinir dropar!.. En sólin
skin heitara og heitara og jörðin fór öll
að þorna og grána. Þá tók regndísin
slæðuna sína og hristi hana vitund út
um gluggann. Og regnið féll hægt og
hljótt niður á þyrsta jörðina. Og þess
var ekki langt að bíða, að fræblöðin og
grösin færu að gægjast grænmötluð upp
úr svartri moldinni.
„Horfðu nú út um gluggann“, sagði
regndísin.
Karl gerði það. Þá horfði hann langt,
langt niður fyrir sig og sá yndislega
aldingarða og matjurtagarða, græn tré
og angandi blóm, svo langt sem augað
eygði. En livað sólin skein fagurt á allt
þetta angandi skraut. En það stóð ekki
lengi. Þá fór ljóminn af blómunum. Þau
urðu öll rykug og hálfvisin, rósirnar
hneigðu fögru kollana. Allt andvarpaði
og stundi af hinum brennandi sólarhita.
„Ó, að nú kæmi regn!“ andvörpuðu
blómin og blöðin. „0, að nú kæmi regn!“
andvarpaði garðyrkjumaðurinn, því að
hann var hæddur um, að hann gæti ekld
lialdið lífinu í blessuðum fögru blómunum
sínum.
Regndísm veifaði þá slæðunni simii og
óðara féll blíðasta sumarregn yfir akur-
inn og garðixm og túnið.
Þá færðist f jör og líf í blóm og blöð;
regnið laugaði af þeim rykið, og aldin-
garðurinn varð eins og dálítið brot af
Paradís.
„Líttu nú út um þriðja gluggann“,
sagði regndísin.
Karl leit út. Nú blasti við honurn sand-
eyðimörk. Þar voru heilir hópar af körl-
um og konum og börnum að streitast við
að liomast í grænan gróðurblett, sem þeir
sáu í fjarska. En þeir urðu magnþrota
á leiðinni. Upp úr sandinum gnæfði mó-
rauður klettur. Þar fleygði ferðafólkið
sér niður, dauðþreytt, og beið dauðans
og andvarpaði:
„Yatn, vatn! annars deyjum við!“
Karli lá við að fara að gráta, þegar
liann sá veslings litln börnin. En þá tók
VORIÐ
11