Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 12
regndísin hnefafylli sína af daggardrop-
um og fleygði þeim niður á klettinn.
Spratt þá lind upp úr klettinnm á auga-
bragði. Þar svalaði ferðafólkið mi þorsta
sínum. Karl sá, hve fegnir þeir urðu. En
þá féll skýið niður, eins og grátt glugga-
tjald, og hann sá ekki meira.
„Líttu út um fjórða gluggann“, sagði
regndísin.
Þá laut Karl fram á við í fjórða sinni
og horfði niður.
Þá hrökk hann skelfdur til baka.
Jörðin var öll í einu eldhafi! Alls
staðar gaus upp kolsvartur reykurinn
og þar sem rofaði í reykinn fyrir vind-
inum, skaut upp rauðum, bálandi logum.
Menn fórnuðu höndum af angist og
hlupu fram og aftur í ofboði. Þá heyrð-
ist kallað úr öllum áttum :
„Kigni ekki nú, þá er úti um oss!“
Þá gekk regndísin að gluganum og
greip hárið sitt fagra báðum liöndum og
hristi það og skók svo að regninu hellti
niður á jörðina. Þá varð sama hellirign-
ingin og Karl sá, þegar hann var niðri
á jörðunni. Regnið féll niður í logana og
þá vældi og sauð og vall í logunum.
Regndísin hélt áfram að hrista hárið og
þá varð regnið æ stórfelldara og stór-
felldara, sem féll niður á jörðina. Þá
hellirigningu gat enginn eldur staðizt.
Logarnir hjöðnuðu smám saman og reyk-
urinn greiddist smidur. Nú var eldurinn
mikli slokknaður.
En nú bar annað nýrra við. Hvað var
það ?
Tveir stórir vatnsdropar skvettust beint
framan í Karl litla, og höfuðið á honum
lenti á einhverju hörðu.
Hann néri þá augun undrandi. Höllin
var horfin. Regndísin var horfin. Yindur-
inn hafði rifið upp gluggann og þess
vegna féllu regndroparnir á lirokkna koll-
inn á honum Karli litla.
Þá sagði Karl: „Það má gjarnan rigna,
þrátt fyrir allt. Það gerir ekkert til þótt
ég hafi ekkert nema gullin mín að leika
mér að í dag“.
Og svo raðaði hann leikföngunum í
kringum sig. Hann raðaði tindátunum sín-
um upp og lét þá þramma í hernað. Og
skömmu seinna fór sólin aftur að skína,
og ])á gleymdi hann allri ólundinni, sem
í hann hljóp út af rigningunni miklu.
Og hann sagði aldrei upp frá þessu:
,En sú vitlausa rigning!“
Nú var liann búinn að sjá, að regnið
var blessuð gjöf að ofan — ekki frá álf-
konu, heldur frá Guði, gjafaranum allra
góðra hluta. —
Mörgum fer eins og Karli, ungum og
gömlum, konum og körlum. Þeir verða i
slæmu skapi, ef mikið rignir og lengi. Þa
fara þeir að tauta rigningunni. Þá hefðu
þeir gott af að lenda í æfintýrinu hans
Karls og sjá það, sem hann sá. —
12
VORIÐ