Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 20

Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 20
Hallur Símonarson: BOBBY CHARLTON Þið kannizt flest við knattspyrnukapp- ann Bdbby Charlton, sem var staddur hér á Islandi nýlega —- að minnsta kosti strák- arnir, sem tóku þátt í knattþrautum Ford- fyrirtœkisins. Bobby afhenti einmitt verð- laun í þeirri keppni hér og kom gagngert til íslands í þeim tilgangi. Hann er tví- mœlalaust frœgasti knattspyrnumaður Eng lands ■— varð heimsmeistari 1966, Evrópu- meistari með liði sínu, Manchester TJnited, vorið 1968, og hefur lilotið titilinn „Bezti knattspyrnumaður Evrópu” og „Bezti knattspyrumaður Englands.” Bobby Charlton hefur leikið fleiri lands- leiki en nokkur annar knattspyrnumaður, eða 106, og skorað i þeim fleiri m'órk en nokkur annar enskur landsliðsmaður — frœg mörk, sem vakið hafa hrifningu víða um heim. Flest liefur gengið honum í hag- inn í lifinu, en hann varð þó fyrir hroða- legri reynslu í byrjun leikferils síns með Manchcster TJnited, fjölmargir blaðamenn slysi árið 1958. Þar fórust átta leikmenn Manchester United, fjfölmargir blaðamenn enskir, sem voru að koma heim með liðinu frá sigurför í Evrópukeppninni í Júgó- slavíu, og auk þess þrir menn úr farar- stjórn liðsins, en margir aðrir leikmenn hlutu örkuml, svo að þeir gátu aldrei leik- ið knattspyrnu framar. Fyrir nokkrum ár- um kom út bók eftir Bobby Cliarlton, og lýsir hann þar meðal annars þessu hrylli- lega slysi. Sá kafli bókarinnar fer hér á eftir: Slapp ómeiddur. Það var slyddusnjór í Munchen þennan febrúardag 1958. Við höfðum millilent' þar á flugvellinum til að taka benzín — að- eins spurning um nokkrar mínútur — og við reikuðum um flugvallarbvgginguna og litum á minjagripina. Það hafði ekki mikil áhrif á mig — en það gera flugvellir lield- ur aldrei. Þeir virðast eins livar sem er í heiminum. Einhver kallaði: „Komið, við erum að fara!” og við héldum út í flugvélina. Eg festi beltisólarnar, þar sem ég sat við hlið Denis Violet, og við biðum. Flugvélin hélt út á flugbrautina og þegar við álitum, að vélin væri að hefja sig til flugs, hægðu hreyflarnir á sér, og vélin stanzaði. Flugfreyjurnar sögðu, að það væri ekk- ert að óttast, en eitthvað væri að. Eg get ekki munað, livað það var — enda eru minningar mínar frá Munchen heldur ekki ljósar. Og aftur héldum við inn í flugvall- arbygginguna og litum í glugga verzlan- anna meðan gert var við bilunma. Þetta var aðeins tíu mínútna bið og síðan var okkur sagt að halda aftur út í flugvélina. Við komumst heldur ekki á loft að þessu 20 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.