Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 16

Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 16
reikninga og raða þeim á ný. Það er þó spennandi, eða hitt þó heldur, og svo er allt rifið og tætt fyrir manni jafnóðum. 3. happdrættismiðasali: Ilappdrættismiði! Happdrættismiði! (Barið). Happdrætt- ismiði! Fínir vinningar! Húsbóndinn: Nú, það er naumast. Happ- drættismiðar á tveggja mínútna fresti. Það er eins og það séu að koma jól. 3. happdrættismiðasali: Fínir happdrætt- ismiðar. Bara hundraðkall miðinn. Þú kaupir einn. Húsbóndinn: Ég er heyrnarlaus og mmál- laus og kaupi ekki neinn. Þú getur far- ið þína leið. 3. happdrættismiðasali: Fínir vinningar. Þú kaupir einn. Bara hund — Húsbóndinn: Ég er heheheyrnarlaus og mamamállaus og þú skalt hara liafa þig út. 3. happdrættismiðasali: Bn vinningarnir, maður: æsandi feerðalög og — Húshóndinn. Æ, ætli ég kaupi þá ekki einn. Gerðu svo vel. Hér er hundrað- kall. 3. happdrættismiðasali: Takk. Húsbóndinn : Hvert voru þessi ferðalög ? (Iíorfir á miðann.) 3. happdrættismiðasali: Gönguferðir á Sprengisand! Húsbóndin: Á Sp-Sprengisand ? Iívað segirðu, skepn — Nei, nú kaupi ég sko ekki fleiri miða! 3. happdrættismiðasali: Bless. Húsbóndinn: 0. farðu kolaður. — Iívar var ég nú annars kominn með reikn- ingana? Jú, bíðum við. Hér er númer 26, 27, 28 og — Barið). Nú, hvað geng- ur á? Vonandi ekki happdrætti rétt einu sinni enn. (Aftur barið). Nú, hann er að minnsta kosti kurteis. Kom inn. 4. happdrættismiðasali: (kemur inn og hneigir sig). Má bjóða yður mjög stóra og góða happdr — Húsbóndinn: Ja, hvert þó í heitasta. — (Lemur í borðið). Enn einn með happ- drættismiða. Ut með þig á stundinni. 4. happdrættismiðasali: Já. —■ Takk. Húsbóndinn: Ég sagði út. Og þegar ég segi út, þá meina ég lit. Heyrirðu það? 4. happdrættismiðasali: Já, ég heyri. —• (Hneigir sig). Húsbóndinn: Nú, því ferðu þá ekki ? 4. happdrættismiðasali: Strax og þér haf- ið keypt miðann, þá fer ég. — Afsakið, þeir kosta bara 100 krónur. Húshóndinn: Já, og enn á gamla verð- inu. (Stynur). Æ — ætli ég verði ekki að kaupa einn. Hér er hundraðkarlinn. 4. happdrættismiðasali: Takk. Gerið þér svo vel. Mjög fallegur miði. Litprent- aður. Húsbóndinn: IJann má nú líka vera það. Mér finnst nú samt, að hundraðkallinn sé miklu fallegri. — En livað er að sjá á þér rassinn. Ilann er svartur. 4. happdrættismiðasali: Vitleysa. Ilann er ekkert svartur. (Horfir og gengur í átt til dyra.) Húshóndinn: (sparkar) Hann er að minnsta kosti svartur núna. — Út. —- (Hinn skutlast út úr dyrunum). Þetta ætlar að verða ljóti dagurinn. — Hvar var ég nú annars kominn með reikning- ana? Við skulum nú sjá. — Jú. 29, 30, 31. Hvaða Kljóð eru þetta? (Barið á trommur). 5. happdrættismiðasali: (Kemur dans- andi inn). Hæ! Hiisbódinn: Almáttugur! Nú er ég sko orðinn bilaður. — Jósefína! — Jóse- fína! Sérðu þetta þarna? Jósefína: Hvað gengur á? 16 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.