Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 9

Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 9
alls konar drasli til þess að henda á eft- ir þeim, svo sem tómum blikkdósum, skemmdum eplum, fúlum eggjum og á- líka góðgæti. Þegar svo höfuðóvinurinn birtist, var skothríðin látin dynja. Þetta hatur á bílunum gekk svo langt, að lögreglan varð að taka í taumana, og sérstök lög og refsiákvæði voru sett um þá, sem gerðu sig seka um að kasta grjóti í bíla! Lengst varði þessi hugsunarháttur út um sveitir, og helzt þar, sem afskekkt var, og það liðu ár og áratugir, þangað til fólki varð það almennt ljóst, að bílar voru nauðsynleg tæki. Ilenry Ford lifði það að sjá óskadraum sinn verða að glæsilegum veruleika. Bíla- smiðjurnar, sem bera nafn hans, hafa verið hinar stærstu í lieimi, og á því leik- ur enginn vafi, að liann er einn af liöfuð- snillingum vélamenningar nútímans, vit- ur, þróttmikill og þrautseigur brautryðj- andi, sem rutt hefur leiðir inn í lönd nú- tíðar og framtíðar. Á þessu ári er aldarfjórðungur síðan Henry Ford lézt, 7. apríl 1947. Þeir, sem þekktu hann bezt, sögðu, að hann hefði ekki aðeins verið auðugur að fé, heldur miklu fremur auðugur í hjarta, gæfu- ínaður í orðsins fyllstu merkingu. Afinn: Nú á dögum sé ég kvenmann aldrei roðna, það var munur í mínu ungdœmi. Dótturdóttirin: Varstu svona dónaleg- ur, þegar þú varst ungur, afi? ■—o— —- Pabbi minn rœtur við pabba þinn. — Það er nú ekkert til að m.onta af. Mamma rceður lika, við hann. 9, nei 10 ungar! ! Og þeir kalla mig mömmu! ! ! TVÆIi EINS 1 I fyrstu virSast báðar myndirnar vera alveg eins, en við nánari athugun, hefuj' teilmarinn breytt þeirri neðri á sjö stöðum. Beyndu nú að finn þessi sjö atriði, sem eru öðruvísi á neðri myndinni. Lausnin er á blaðsíðu 34. MÖPPUR FYRIR VORIÐ Yið getum nú skaffað þeim sem vilja safna VORINTJ, möppur, sem passa utan um þrjá árganga blaðsins, með gyllingu á kili. Þannig er hægt að geyrna blaðið í bókaskáp, sem hina fallegustu bók. Ilver mappa kostar 160 krónur, við send- um þeim sem þess óska möppurnar í póstkröfu. Vorið 9

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.