Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 15

Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 15
Húsbóndinn: BúiS ? 10 kílóin búin ? Og þau keypt á mánudag? Jósefína: Já, Snati á svo marga félaga. Hann er svo félagslyndur, greyið. Húsbóndinn: Hvað segirðu, kona? Ertu að halda einhver hundapartí á meðan ég þræla á skrifstofunni ? Eg á nú bara ekki tíkall. (Barið). — Kom inn. 1. happdrættismiðasali: (kemur inn) Sæl- ir, herra minn! Sælar, frú! Yiljið þér kaupa liappdrættismiða ? Fyrsta flokks happdrætti! Húsbóndinn: Eg kaupi enga happdrættis- miða. Svona, út með þig, góði. 1. happdrættismiðasali: En þetta er jóla- sveinahappdrættið. — Þú kaupir einn miða, manni minn. Það borgar sig. Ha? Húsbóndinn: Eg er búinn að segja nei, og þar við situr. Ég held að þessir jóla- sveinar geti sníkt og stolið eins og þeir gerðu í gamla daga og þurfi ekki að nota neinar nýtízku aðferðir. 1. happdrættismiðasali: Já en — Húsbóndinn: Ekkert „já en' ’ — ég hef fengið nóg af því í dag.‘ (Lítur til konu sinnar.) Skilaðu til þessara jólasveina, vina þinna, hans Hurðasleikis, Potta- skellis og Kertaþefs, eða hvað þeir nú heita allir saman, að þeir skuli bara hætta öllum fíflalátum og fara að vinna hjá bænum eða ríkinu. — Og svona, út með þig, góði. (Hann fylgir miðasalan- um til dyra, og snýr sér aftur að reikn- ingnum). Jósefína. — Heyrirðu ekki, Jósefína? Það er fleira hér á svarta blaðinu. Jósefína: (grátándi) Jú, en þú ert ekki að muna eftir afmælinu mínu! Húsbóndinn: Hvað segirðu? Afmælinu þínu? — Þurfti það nú að vera í dag? Jósefína: Já, það er í dag. En þú gerir eklcert nema að rífast og skammast. Ég fer bara heim til mömmu! Húsbóndinn: Nei, gerðu það ekki. Hún verður alveg snarvitlaus, kerlingin. Eg skal heldur ge.yma þessa reilminga til morguns. Jósefína.- Þakka þér fyrir. Ég ætla þá að halda áfram með kvöldmatinn. Húsbóndinn: Já, gerðu það, elskan. 2. happdrættismiðasali: (kallar úti) — Happdrættismiði, happdrættismiði. — (Barið). Happdrættismiði. (Veður inn á gólfið). Ilver vill kaupa happdrættis- miða ? Ilúsbóndinn: Iivað er þetta, drengur! Þú veður bara inn í luis á skítugum skóm! Kanntu enga mannasiði? 2. happdrættismiðasali: Fínir happdrætt- ismiðar. Bara hundraðkall. Þú kaup- ir einn! Ila ? Húsbóndinn: Þú svaraðir mér ekki! Ertu lieyrnarlaus ? 2. happdrættismiðasali: Fínir happdrætt- ismiðar! Þú kaupnr einn. Bara — liu? Húsbóndinn: Eg kaupi engan. 2. happdrættismiðasali: Þú kaupir einn. Ég heyrnarlaus. Þú kaupir einn. Ilúsbóndinn: Nú, fyrst hann er heyrnar- laus, þá verð ég líklega að kaupa einn af honum, annars losna ég aldrei við hann. (Stynur). — Hér eru 100 krón- ur. En það verð ég að segja, að þetta er okur og svínarí. 2. happdrættismiðasali: Þetta er ekkert okur og svínarí. Ilúsbóndinn: Nú, þú heyrir þá ? 2. happdrættismiðasali: Ég heyri ágæt- lega, þegar oinhver er búinn að kaupa miða. Húsbóndinn. 0, farðu norður og niður. Þarna lékstu á mig. Reyndu svo að hafa þig út. (Miðasalinn fer). — Nú verð ég víst að fara yfir alla þessa Vorið 15

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.