Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 7

Vorið - 01.04.1972, Blaðsíða 7
um þreskihring fékk Henry tvö stór hjól á dráttarvélina. Síðan gerði hann sér mót og steypti lítinn gnfustrokk. Þar á eftir smíðaði hann bulluna, sem gekk upp og niður í strokknum, knúin gufu frá katli, sem stóð hjá. Hann lagði sig fram um að liafa allt sem nákvæmast. Vélin þurfti að vera sterk, en jafnframt svo létt, að auðvelt væri að aka henni úti á víðavangi og láta hana draga plóg, herfi og önnur verkfæri. Loksins var stálhesturinn haus tilbú- inn. Henry kveikti imdir katlinum. Blds- neytið var steinolía. Ketillinn var lengi að hitna, en loks fór vatnið að sjóða. Þrýstingurinn jókst. Bullan tók að hreyf- ast. Hjólin snerust.. Dráttarvélin ók af stað. Hún komst nákvæmlega 20 metra. Þá nam hún staðar. Ketillinn var of lítill. En Henry var ánægður með tilraunina. Hann liafði lært mikið af henni. Og hann liélt tilraunum sínum áfram, þótt hann sannfærðist fljótlega um það, að gufuvélin yrði tæplega nothæf til að vinna venjuleg jarðræktarstörf. Til þess þyrfti ketillinn að vera það þungur. Iíitt var sennilegra, að hægt yrði að smíða nothæfan gufuvagn til að aka um þjóð- vegina. Loks kom þar, að í enslcu tímariti fann hann nákvæma lýsingu á nýjum hreyflum, sem ekki genjgu fyrir gufu, lieldur ljósagasi, sem knúði vélina með sprengingu. Þetta vakti heldur betur at- hygli hans, og loks kom þar, að hann fékk að sjá slíkan hreyfil. Maður, sem var á ferð í borginni, spurði hann, hvort hann myndi geta gert við slíkan sprengihreyfil. Henry réðst af kappi til atlögu við verkefnið, og innan skamms var hreyflill- mn kominn í lag og gekk vel. Bn jafn- framt hafði hann athugað hreyfilinn svo Fordhjónin í fyrsia Fordhílnum. gaumgæfilega, að hann þekkti liann út í æsar. Og liann þóttist viss um, að þenn- an hreyfil hlaut að vera hægt að smíða nógu léttan til að nota í „hestlausa vagn- inn”. Hann hófst þegar í stað handa unr smíði slíks hreyfils, Verkið var erfitt, því að hann var svo miklu flóknari en gufu- vélin, en Henry var þrautseigur og hætti ekki fyrr en honum tókst. það. Bn hann notaði ekki ljósagas, heldur benzín fyrir orkugjafa. Þetta var upphafið að miklu erfiðleika- tímabili, sem stóð í tíu ár. Þá loks tókst, honum að leggja smiðshöggið á verkið, er liann hafði unnið að með svo mikilli elju og kostgæfni. Ártalið er 1893. Það er seint um kvöld og göturnar í Detroit mannlausar, enda rigningarsuddi. Hndravagninn stendur á Vorið 7

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.