Vorið - 01.04.1972, Síða 25

Vorið - 01.04.1972, Síða 25
skutu gneistum af illsku, •—• hún barði krepptum hnefunum á brjóst sér og rak npp villidýrslegt öskur. Johan og Henry sátu sem lamaðir um stund, en síðan ruku þeir á fætur og hlupu út í fjærsta hornið á stofunni. Ekki var um nema einar irtgöngudyr að ræða, og þær hafði ókindin afkróað. Allt, í einu steig górillan tvö skref á- fram ag liafði ekki augun af mannsbörn- unum tveim, sem sátu þarna dauðskelfd úti í horninu. Hún hóf langa liandlegg- ina á loft og opnaði ginið með löngum °g ógnvekjandi vígtönnum. Reikul og ögr- andi þokaðist hún í átt til drengjanna. Iíenry, sem var yngri, tók að vatna músum og hrína. Górillan virtist sem óttaslegin við að heyra þetta hljóð — hún mjakaði sér aftur á balc að dyrunum og stóð kyrr í gættinni um stund, en stökk svo skyndilega aftur inn á gólfið, hopp- aði uj)p á borðið og velti því um leið um koll, svo að brakaði og brast. Apinn liafði komið auga á bananaklasann og greip hann óðara. Eldingssnöggt fláði hann utan af einum banananum og tók að skófla honum í sig með ánægjumuldri, um leið og hann gjóaði glyrnunum, dökk- um og gljáandi, í átt til hræddra drengj- anna í stofuhorninu. Þá lét górillan fara vel um sig, sett- ist uj)p við fallna borðplötuna, dró undir sig lappirnar og réðst á hvern bananann eftir annan, unz sá síðasti var horfinn inn í gráðugt ginið á henni. Pyrir utan mösuðu páfagaukarnir í háum pálmatrjánum, sólin hvarf til viðar og skyndilega datt á myrkur. Hitabeltis- liiminninn varð uppljómaður af óteljandi stjörnum, og tunglið skein inn um glugg- ann. Apinn stóri sat sem dökkur skuggi kyrr inni í stofunni. Það var eins og hann liefði tekið á sig náðir að máltíð lokinni, en þó kom þar, að hann rétti úr sér og leit í átt til drengjanna. Hann reis á fætur og teygði úr löngum handleggj- k. VORIÐ 25

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.