Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.06.1996, Qupperneq 7

Bjarmi - 01.06.1996, Qupperneq 7
BROTIÐ TIL MERGJAR Því skiptir miklu máli hverjir eiga og stjórna fjölmiðlum samtímans, á hvaða trúargrundvelli þeir byggja og hvaða gildum þeir vilja miðla. Hugsanlegt er að sum grundvallar- gildi íslenskrar menningar, sem landsmenn eru enn þá sammála um og byggja á kristnum grunni, verði ekki sam- eign okkar allra, er fram líða stundir, ef boðskapur fjöl- miðla, beinn og óbeinn, verður þeim andstæður. Fjölmiðlar Boðskipti er þýðing á enska orðinu „communication11. í fjölmiðlum er stór hluti þjóðfélagsins saman í samfélagi. Þetta samfélag er þó ekki gagnvirkt, heldur stunda fjöl- miðlar einstefnumiðlun. Lesandi, hlustandi eða áhorfandi getur lítil sem engin áhrif haft á það, sem borið er á borð fyrir hann. Sjónarmið hans skipta litlu máli.5 Stærstu fjölmiðlar landsins ná til meira en helmings landsmanna. Meirí hluti íslendinga hlustar á fréttir ríkis- útvarpsins tvisvar á dag og Morgunblaðið kemur út í um 50.000 eintökum þannig að þessir og aðrir fjölmiðlar eru órjúfanlegur hluti af daglegu lífi. Fréttir utan úr heimi berast okkur á augabragði. Mikilvægum atburðum á er- lendri grund er oft útvarpað og sjónvarpað beint. Á þenn- an hátt erum við ekki einungis í samfélagi við íslendinga í fjölmiðlum heldur einnig við meðbræður okkar í öðrum löndum. Það er því mun minni ástæða til að spyrja gestkomandi fólk hvað sé í fréttum en var í byrjun þessar aldar. Fréttirnar koma í fjölmiðlunum og eru flestum aðgengilegar þar. Hverju er miðlað? Stjórnendur fjölmiðla úrskurða hvað sé þess virði að miðla því. Þeir hafa því mikið vald. Einhver hafði á orði að rit- stjórar Morgunblaðsins væru valdamestu menn landsins. Sumir einkafjölmiðlar eru reknir til þess að koma á fram- færi. ákveðinni hugmyndafræði. Aðrir fjölmiðlar stjómast af gróðasjónarmiðum eins og sumar einkareknar sjónvarps- stöðvar. Þar er það sýnt sem menn telja að almenningur vilji sjá. Sumir halda því fram að fjölmiðlamenn búi til þarfir og uppfylli þær síðan. Á þann hátt sé smekkur og þarfir almennings mótaðar um leið og fundinn er markað- ur fyrir sjónvarpsefni sem framleitt er af fyrirtækjum í eigu sömu aðila. Eins og stendur í útvarþslögum ber RÚV að miðla þvi sem er almenns eðlis og styrkir (slenska menningu. Það er svo starfsmannanna að meta hvað sé almenns eðlis og hvað styrki menninguna en stundum má deila um ákvarðana- töku þeirra. Það er ekki nokkrum blöðum um það að fletta að fjöl- miðlar eru orðnir órofa hluti af menningu okkar. Þeir miðla fréttum, fræðslu og skemmtiefni. Það efni sem miðlað er mótar gildismat okkar.' Fjölmiðlar móta viðhorf okkar Frétta- og fræðsluefni íslenskra fjölmiðla miðar aðallega við V-Evrópu og Bandaríki Norður-Ameríku. Lífsmáti og gildismat þessara þjóða orka sífellt á okkur og mótar viðhorf okkar. Eftir að við höfum horft á ótal kvikmyndir frá Hollywood fer ekki hjá því að lífsstíll kvikmyndastjarn- anna og afstaða til lifsins hafi áhrif á okkur, t.d. afstöðuna til náungans, ofbeldis, fjölskyldu, samlífs karls og konu, samkynhneigðar, efnislegra verðmæta og klæðaburðar. Sá raunveruleiki, sem birtist í afþreyingarefni fjölmiðla, sérstaklega kvikmyndum, er oft ósannur. Verst er að áhorf- andinn gerir sér ekki alltaf meðvitaða grein fyrir því. Stjórnendurjjölmiðla úrskurða fivað sé Jtess virði að míðla því. Peir hafa því mihið vald. Einhver hafði á orði að ritstjórar MorgunWflðsins vœm vflldflmestu menn lands- ins. Sumir einkafjölmiðlar eru reknir til þess að koma áframfærí ákveðinm hugmyndafrceði. Aðrir fjölmiðlar stjómast af gróðasjónarmiðum áns og sumar ánkartknar sjónvarpsstöðvar. Foreldrar kvarta oft yfir slæmum áhrifum ofbeldismynda á börn sín. Mörg dæmi í samtlðinni eru um að börn slái eða meiði félaga sína án þess að gera sér grein fyrir því að slíkt hafi afleiðingar. Þau halda að þeir muni standa upp ómeiddir á eftir eins og stundum er sýnt í kvikmyndum. Skelfilegt dæmi úr fréttum síðustu vikna eru áhrif kvik- myndarinnar „Natural Born Killers" sem Oliver Stone leik- stýrði. Fjöldi morða er rakinn til þess að morðingjarnir hafi framið ódæðisverkin eftir að hafa horft á hana. Tugir manna voru drepnir í myndinni án þess að morðingjarnir væru dæmdir fyrir verk sín. Þarna var dreginn upp veruleiki sem ekki er sá sami og við lifum i. Annað dæmi um áhrif fjölmiðla, sérstaklega sjónvarps- stöðva, er áhugi þeirra á nýjum tískustraumum. Sýndar eru myndir frá tískusýningum þar sem frægustu klæða- hönnuðir sýna afurðir sínar. Okkur er trúað fyrir því að þannig eigum við að klæðast næsta haust eða næsta sum- ar. Klæðnaður þeirra er seldur fyrir háar upphæðir og sjálfir njóta þeir mikillar virðingar. Hvers vegna er þetta fréttnæmt? Hafa hagsmunaaðilar áhrif á þetta? Tilhneigingin er að móta okkur öll í svipað form, gera 7

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar: 3. Tölublað (01.06.1996)
https://timarit.is/issue/302874

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

3. Tölublað (01.06.1996)

Iliuutsit: