Bjarmi - 01.06.1996, Page 27
INNLIT
þegar hefur komið út til kynningar. Pað sem helst hefur
verið fundið að er að ekki skuli haldið orðmyndum eins og
vér, þér, oss o.s.frv. Þótt þeim hafi verið sleppt í kynningar-
texta hefur engin endanleg ákvörðun verið tekin.
íslenskufræðingar og allmargir prestar vilja halda í
hefðina, aðrir vilja færa þetta í átt til þess sem tíðkast
almennt nú til dags. Æskilegt væri að heyra frá hinum
almenna biblíulesanda um þetta atriði.
- Ýmsir ritningarstaðir og kaflar eru fólki kærir og það
kann þá jafnvel utan að. Eru sum ritningarvers og jafnvel
heil rit Biblíunnar ekki viðkvæmari en önnur þegar á að
þýða þau upp á nýtt?
- Tvímælalaust. í Gamla testamentinu á þetta t.d. við um
Jesajabókina og Sálmana og í Nýja testamentinu gildir þetta
um guðspjöllin og mörg bréfa Páls.
- Hvenær er áætlað að ný, íslensk Biblía liti dagsins ljós?
- Við stefnum að því að þýðingunni verði lokið um alda-
mót. Hvort tekst að ljúka útgáfu fyrir þann tíma er háð
mannafla og fjármunum sem ekki liggja á lausu.
- Víkjum nú að sölu og lestri Biblíunnar. Hvað selst
Biblían í mörgum eintökum á ári að jafnaði?
- Hún selst í um það bil 2000 eintökum og auk þess
dreifa Gídeonfélagar 5-7 þúsund Nýja testamentum
árlega.
- Svo virðist sem Biblían sé til á flestum heimilum 1 land-
inu. Telurðu að fólk lesi í öllum þessum Biblíum?
- Nei, því miður. Hins vegar er vaxandi eftirspurn eftir
Biblíulestrarskrá Biblíufélagsins sem gefin er út í um 8000
eintökum árlega.
- Hver eru önnur áform Biblíufélagsins fyrir utan nýju
þýðinguna? Hefur það eitthvað á prjónunum til að auka
Biblíulestur og gera Biblíuna aðgengilegri fyrir fólk? Hvað
um útgáfu á lestrarleiðbeiningum eða skýringaritum?
Vinnur félagið að því að kynna Biblíuna fyrir almenningi?
- Orka og fjármunir fara að mestu í þýðingarstörfin.
Hjá félaginu er ég i fullu starfi og skrifstofu- og afgreiðslu-
maður i hálfu starfi þannig að okkur eru takmörk sett. Þó
tel ég brýnt að gera áætlun um átak til kynningar og að-
stoðar við Biblíulestur i tengslum við nýju útgáfuna.
Jafnframt þarf að kynna félagið betur og gerðum við til-
raun með myndarlega farandsýningu til kynningar á Bibli-
unni og starfi Biblíufélagsins á síðasta ári í tengslum við
180 ára afmælið. Þessi sýning er enn á ferðinni.
- Biblían er nú fáanleg í tölvutæku formi. Hafa margir
nýtt sér þann möguleika?
- Ekki mjög margir en eftirspurn fer vaxandi. Nú er
verið að vinna að endurbótum á forritinu fyrir PC tölvur,
sem kom út í fyrra, og einnig hillir undir það að hægt verði
að fá Biblíuna ásamt leitarforriti fyrir Macintosh tölvur.
- Er liklegt að i framtiðinni fáist Biblían í einhvers konar
„margmiðlunarútgáfu'1, þ.e. með fjölbreyttu skýringa- og
alfræðiefni á tölvudiskum?
Sr. Sigurður Pálsson,
- Slíkt er þegar fáanlegt erlendiS. Markaðurinn hér er framkvæmdastjóri
svo lítill að ég tel hæpið að íslenska Biblían verði verði sett Biblfufélagsins.
á slíkt form á næstunni. En tækninni fleygir fram og verð-
ur jafnframt ódýrari svo hver veit hvað gerist um aldamót?
- Hvert er gildi og áreiðanleiki Biblíunnar að þínu mati?
Á hún eitthvert erindi við nútímafólk?
- Þetta er bæði fræðileg og trúarleg spuming. Trúi ég
því að Biblían sé Guðs orð þá á hún erindi við nútímafólk
eins og fólk á öllum tímum. Nútímafólk er ekki sérstök
tegund fólks, það býr aðeins við aðrar aðstæður en fólk
fyrr á öldum. Trúarvitnisburður Bibliunnar er því bæði
tímabær og áreiðanlegur. Fræðilega séð er einnig áreiðan-
legt að textum þessara fornu rita hefur verið komið betur
til skila allt til þessa dags en textum nokkurra annarra
fomra rita þar sem hann hefur fengið vandaðri og gagn-
rýnni umfjöllun en aðrir fornir textar. Sögulega er Biblían
einnig áreiðanleg að því marki sem hún sjálf leggur áherslu
á söguna og það gerir hún vissulega þótt hún flytji okkur
ekki sagnfræði í nútímaskilningi þess orðs.
- Hvaða gildi hefur Biblfan fyrir þig?
- „Hún boðar mér það liknarráð, að sjálfur Guð að sér oss
tók, hin seku böm með föðumáð." Og svo fær maður allt
hitt í kaupbæti, spekina, söguna, mannþekkinguna o.s.frv.
Þar með kveðjum við sr. Sigurð Pálsson í turni
Hallgrímskirkju og óskum honum alls góðs í mikilvægu
starfi.
GJ.G.