Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 3
SIÐFERÐISMÓTUN Stundum er rætt um að siðferði íslensku þjóðarinnar sé í alvarlegri upplausn. Til að rök- styðja það sjónarmið er m.a. bent á vaxandi tíðni ýmiss konar ofbeldis- og glæpaverka, aukna vímuefnaneyslu, kynferðislegt lauslæti, upplausn hjónabanda og fjölskyldna o.fl. Þá er gjarnan talað um að hefðbundin gildi og gildismat sé hvarvetna á undanhaldi. Ekki skal lagt mat á það hvort við stöndum frammi fyrir róttækum breytingum á siðferði og gildismati. Hitt er þó stöðugt þarft umhugsunarefni hvers konar mótun á sér stað á því sviði. Það er margt sem hefur mótandi áhrif á okkur, bæði börn, unglinga og fullorðna. Fjölskyldan gegnir þar veigamiklu hlutverki, einnig skólinn, vinir og félagar, fjölmiðlar, kvikmyndir, tölvur og svo kirkjan. Þegar við veltum því fyrir okkur hvort við séum að verða vitni að siðferðilegri upp- lausn er mikilvægt að við spyrjum okkur hvað valdi. Hvers konar siðferðisuppeldi á sér stað á heimilunum? Hvemig tekst skólum og leikskólum að láta starfshætti sína mótast af kristilegu siðgæði eins og kveðið er á um í lögum? Hvers konar siðferðisviðmiðum og gildismati miðla fjölmiðlarnir? Hvaða áhrifum verða unglingar fyrir frá kvikmyndum, tónlist og tölvum? Hvernig bregst kirkjan og leiðtogar hennar við því hlutverki að halda uppi gagnrýni og gefa siðferðilega leiðsögn? Hvað gerum við sem teljum okkur kristin til að halda á lofti kristnu gildismati og viðhorfum? Hér er spurt margra spurninga og ekki ætlunin að svara þeim í stuttum pistli. Tilgangurinn er fyrst og fremt sá að vekja til umhugsunar um málið. Það er auðvelt að hrópa upp og benda á það sem miður fer í siðferðismálum þjóðarinnar. Ekki skal þó gert lltið úr því þegar reynt er að beina athygli að því sem betur má fara. En þó ekki síður mikilvægt að beina athyglinni að því sem mótar okkur frá degi til dags og halda uppi heiðarlegri gagnrýni á þá aðila sem miðla okkur siðferðis- og gildismati. Heimilin bera augljóslega stærsta ábyrgð. Þegar þau eiga í hlut beinist gagnrýnin að okkur sjáflum og því trúar- og siðgæðisuppeldi sem fer fram innan veggja þeirra. Börnum og unglingum þarf að kenna að velja og hafna. Sem fullorðnu fólki ber okkur að sýna hvert öðru trúnað og virðingu. Þegar stofnanir þjóðfélagsins eins og t.d. leikskólar og skólar eiga í hlut ber okkur veita aðhald og láta í okkur heyra þegar þeirri siðferðismótun sem þar á sér stað er ábótavant. Fjölmiðlarnir verða æ sterkara mótunaraíl og er sjónvarp þar fremst í flokki. Full ástæða er til að halda uppi gagnrýni á þá og það efni sem þeir flytja jafnframt þvi að velja úr efni þeirra og kenna börnum og unglingum hið sama. Hvert er svo hlutverk kirkjunnar? Hún er kölluð til að vera sterkur mótunaraðili í íslensku sam- félagi. Hún á að boða trú á Jesú Krist og veita leiðsögn um kristilegt siðgæði og gildismat. Til þess að svq geti orðið þarf hún að vera trú þeim Drottni sem hefur kallað hana og þeim boðskap sem hún er send með. Erum við reiðubúin til þess? Staldrað -----, við 1rww'/vK Kristllegt tímarit Útoefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUIVI og KFUK og Samband islenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Benedikt Arnkelsson, Guðmundur Karl Brynjarsson, Henning Emil Magnússon, Kjartan Jónsson og Þórunn Elídóttir. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, pósthólf 4060,124 Reykjavík, sími 588 8899, bréfsími 588 8840. Árgjald: Kr. 2.700,- innanlands, kr. 3.200,-til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð í lausasölu kr. 500,-. Umbrot: SEM ER útgáfa. Ljósmyndir: Magnús Fjalar Guðmundsson o.fl. Prentun: Borgarprent. Efni: Staldrað við: Siðferðismótun....................... 3 / brennidepli: Klám á skjám Guðmundur Karl Brynjarsson............ 4 Bjarni Randver Sigurvinsson: Undir handleiðslu heilags anda...... 8 „Trúin á að vera lífsmáti" Viðtal við Hafliða Kristinsson........14 GunnarJ. Gunnarsson: Jerúsalem.............................17 Bókaskápurinn: Mennska..............................19 Viðtal: í landi myrkurs......................20 Henning Emil Magnússon: Bonhoeffer...........................24 Ragnar Gunnarsson: Nú kraumar á kirkjuþingi.............26 Birna G. Jónsdóttir: Guð er umhyggjusamurfaðir.............28

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.