Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 8
BROTIÐ TIL MERGJAR Bjarni Randver Sigurvinsson Hvítasunnumenn á íslandi minntust þess snemma i sumar, að 75 ár eru liðin frá því að starf þeirra hófst hér á landi. Enda þótt hvítasunnuhreyfingin sjálf teljist aðeins 95 ára gömul, hafa kirkjuvaxtarsérfræðingar sýnt fram á, að hún sé nú orðin ein stærsta kirkjudeild mótmæl- enda í heiminum. Rætur hvítasunnuvakningarinnar Fræðimenn eru almennt sammála um, að hvítasunnu- menn eigi uppruna sinn að rekja til ýmissa vakningar- hennar svo sem hinn eindregna, meþódíska helgunar- boðskap. Samkomuform hvitasunnumanna, tónlist þeirra og ýmsar kenningar svo sem um endurkomu Jesú Krists fyrir tilkomu jarðnesks þúsund ára ríkis voru hins vegar mikið til komnar frá þessum vakningarhreyfingum.2 Upphaf hvítasunnumanna í Bandaríkjunum Skiptar skoðanir eru meðal fræðimanna um hvenær hvítasunnuvakningin hafi byrjað og hvað hafi markað upphaf hennar. Sumir benda á mikla vakningu, sem hófst í Wales í Stóra-Bretlandi árið 1904, en aðrir leggja áherslu r Agrip af sögu hvítasunnumanna Bjarni Randver Sigurvinsson, guðfraeðingur. hreyfinga 1 Bandaríkjun- um og á Englandi á nítjándu öld, einkum þó til helgunarhreyfingar- innar, sem byrjaði meðal meþódista og sótti til kenninga John Wesleys, baptista og kristniboðs- hreyfingarinnar Christian and Missionary Alliance. Þessar hreyfingar voru margar hverjar undir kalvínskum áhrifum, lítil sem engin áhersla var lögð á gildi sakra- menta, en persónuleg trú talin skipta öllu máli. Baptistar töldu t.d., að aðeins trúaðir ættu að taka skím og þá með niðurdýfingu. Helgunarhreyfingin lagði auk þess áherslu á, að kristnir menn þyrftu að meðtaka sérstaka gjöf helgunar og skírn í Heilögum anda til þess að geta þjónað Guði og hjá þeim voru dæmi um náðargjafir eins og tungutal, enda þótt þær væru ekki tengdar skirninni sérstaklega. Hvítasunnumenn greindi reyndar á um, hvort líta ætti á helgunina sem sérstaka gjöf, en þeir urðu fljótlega sammála um, að náðargjafimar, fyrst og fremst þó tungu- talið, væru staðfesting á sklrn i Heilögum anda.1 Þegar hvítasunnuvakningin hófst, barst hún um allan heim til fólks úr flestum kirkjudeildum og fjarlægðist hún því að nokkm leyti sumar gmndvallarkenningar upphafsmanna á ýmsar vakningar í Bandaríkjunum bæði fyrir og eftir aldamótin 1900.2 Upphaf hvítasunnuvakningarinnar hefur meira að segja verið rakið aftur til átjándu aldar með tilkomu meþódista.4 Mikill meirihluti fræðimanna er hins vegar sammála um, að mikilvægustu upphafsmenn hennar hafi verið þeir Charles Fox Parham og William J. Seymour. Charles Fox Parham (1873-1929), sem var fyrrum meþódista-predikari, stofnaði biblíuskólann Bethel í Topeka í Kansas-fylki Bandaríkjanna þann 15. október árið 1900 og hvatti hann þar fljótlega nemendur sína að rannsaka Heilaga ritningu í því skyni að finna út hvort eitthvað gæti staðfest skírn í Heilögum anda. Á nýársdag 1901 svöruðu nemendurnir því svo til, að staðfestingin væri tungutal. Enda þótt Parham væri ekki fyllilega sannfærður um gildi raka nemenda sinna, samþykkti hann að biðja fyrir einum þeirra með handaryfirlagningu og fór þá sá að tala tung- um. Þegar Parham kom svo aftur til biblíuskólans eftir stutt ferðalag tveim dögum síðar, var fjöldi nemenda einnig far- inn að tala tungum og þótti Parham nærvera Guðs þar svo yfirþyrmandi, að hann kraup niður til að biðja. Par með- tók hann skirn Heilags anda og tók að tala í tungum. Reynsla Parhams og nemenda hans vakti töluverða athygli viða í Kansas og var vakningin þar nefnd Apostolic Faith.5 Parham var afkastamikill rithöfundur og áhrifamikill ræðumaður, enda hafði hann mikil áhrif á grundvallar- kenningar hvítasunnumanna. Hann trúði því, að úthelling

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.