Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 30
SJONARHORN Friðrik Hilmarsson Orð Guðs oq heimurinn Friörik Hilmarsson er starfsmaður Sambands ísl. kristniboösfélaga. Tímarnir breytast og mennirnir með, segir mál- tækið og svo virðist sem við, sem kennum okkur við nafn Jesú, tökum þvi sem heilögum sann- leika, jafnvel lögmáli sem ekki má brjóta. Það sýnir sig t.d. í því að þegar heimurinn víkur frá orðum Biblíunnar fylgjum við eftir með þeim orðum að ekki megi styggja þá sem við viljum vinna til trúar á Jesú, ekki megi fæla þá frá sem eiga erfitt með að kyngja þeim kenningum sem kristnir menn hafa fylgt til þessa. Við flýt- um okkur að segja þeim að þetta sé nú ekki svo alvarlegt. Alltaf megi komast að samkomulagi um kenninguna. Nú má vel vera að orð mín falli í grýttan jarðveg. Menn hafa sagt við mig að ekki megi draga t.d. siðferðismál og sam- skipti kynjanna fram á einhvern sérstakan hátt því það valdi þvl að þeir sem eigi í baráttu á því sviði gætu misst vonina. Það megi ekki án þess að tala um allar aðrar syndir um leið. Það má sjálfsagt færa rök fyrir því að margt annað þyrfti að benda á. En hjá því verður ekki komist að lita sérstaklega á þessa hlið mannlegs lífs. Mln sannfæring er sú að einmitt á siðferðissviðinu séum við flest veikust fyrir. Þá á ég ekki eingöngu við samskipti kynjanna heldur einnig öll samskipti - líka við yfirvöld. Þar verðum við því flest fyrir árásum djöfulsins sem vinnur markvisst að því að draga okkur frá Guði. Hvað finnst þér? Hættan verður sú að þegar heimurinn krefst viðurkenningar á því, sem kristnir menn hafa litið á sem syndugt lífemi eða andstætt vilja Guðs, þorum við ekki annað en að taka undir með honum. Getur verið að það sé m.a. vegna þess að við höfum ekki hreinan skjöld sjálf? Með þvi að samþykkja breyttan siðferðisgrundvöll höfum við breitt yfir okkar eigin syndir og komumst þannig hjá uppgjöri. Nýlega voru sett lög á íslandi sem heimila samkyn- hneigðum einstaklingum að ganga í borgaralegt hjóna- band og öðluðust þeir þar með borgaraleg réttindi á við hjón. Þetta hefur fengið breiða, alhliða umfjöllun í fjöl- miðlum og sagt er að um mikinn sigur réttlætisins sé að ræða, mannréttindi minnihlutahóps hafi verið tryggð o.s.frv. Fulltrúar samkynhneigðra sjá nú bara eina hindr- un fyrir fullkominni viðurkenningu - kirkjuna. Munu þeir því væntanlega beina spjótum sínum sérstaklega að henni á næstu misserum. Hvað hafa hinir kristnu sagt við þessu? Því miður of lltið. Flestir kristnir leiðtogar og prestar hafa forðast að blanda sér í umræðuna. Kirkjunnar menn eru tvístígandi og innan raða þjóðkirkjunnar heyrast jafnvel raddir sem telja rétt að veita samkyn- hneigðum kirkjulega vigslu. Áður fyrr var það álit rlkjandi að hjónaband karls og konu væri hið eina rétta sambúðarform. Óvígð sambúð var þá hiklaust álitin í andstöðu við vilja Guðs. Nú aftur á móti hefur óvígð sambúð hlotið lagalega viðurkenningu víðast hvar í vestrænum löndum og þeim fer fækkandi sem telja hana stangast á við orð Guðs. Á sama hátt má tala um t.d. skattsvik, ólöglegan innflutning o.m.fl. Þeir sem ekki telja sig bundna af orðum Bibliunnar krefjast stöðugt breytinga á lögum og venjum sem auð- velda þeim að hljóta viðurkenningu annarra. Kalla það mannréttindi og réttlætismál. Á sama tíma heldur Guðs orð áfram að standa óhaggað (Matt. 5,17-20; 24,35), það breytist ekki. Það erum hinsvegar við menn sem höfum breytt túlkun þess. Ég hlýt því að spyrja mig hvort það sé vænleg leið til árangurs ef við viljum efla ríki Guðs að víkja frá skýru orði Drottins og túlka að eigin geðþótta (2. Tim. 4,3-4). Það er einmitt það sem ég óttast að við höfum gert í kirkj- unni okkar og í samfélögunum okkar. E.t.v. hafa sum okkar gengið of langt í hina áttina og fordæmt þá sem villst hafa af leið og tekið vonina frá þeim. Því Jesús leitar einmitt þeirra sem eru villuráfandi, þeirra sem misst hafa fótanna á lífsgöngunni, þeirra sem villst hafa frá föðurhúsum. Þá vill hann finna og frelsa (Lúk. 19,10; Lúk. 5,31). Ég óttast að þessi tilhneiging okkar til að gefa eftir og 30

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.