Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 6
í BRENNIDEPLI efni og kallaðist klám fyrir nokkrum árum „á ekki að særa ekki blygðunarkennd neins“ í dag? Sjónvarpsstöðin Sýn hefur sýnt þessar blygðunarvænu myndir (sem flestar eru framleiddar af fyrirtækinu Play- boy) í heilt ár og fáir hafa mótmælt. Að vísu var einn framsóknarþingmaður eitt- hvað að ræskja sig yfir þessum myndum síðastliðið vor, en hann hætti því fljótlega því enginn var til í að ræskja sig með honum. Mörgum þykir ef til vill hvimleitt að Sýn hafi slíkar myndir á boðstólnum en í því tilfelli er einfaldast að gerast ekki áskrifandi að þeirri stöð. Megi þeir Sýnar- menn svo klæmast í friði undir miðnættið, í læstri dagskrá, því skrifað stendur: “Hinn rangláti haldi ájram aðfremja ranglíEti og hinn saurugi saurgi sig áfram.”(Op. Jóh. 22:lla). eru við stjörnumerkin. Þáverandi sjónvarpsstjóri stöðvar- innar var meira að segja sóttur til saka fyrir að sýna myndirnar, dæmdur og sektaður um háar fjárhæðir fyrir að birta klám og dreifa því. „Það var mátulegt á hann,“ kunnum við að segja en í þessum efnum er greinilegt að tímarnir hafa breyst mikið. Ein frjálsu sjónvarpsstöðv- anna, Sýn, hefur slíkar myndir á dagskrá sinni i það minnsta tvisvar i viku. Pegar stöðinni var hleypt af stokk- unum sagði Páll Magnússon, þáverandi sjónvarpsstjóri Sýnar, eitthvað á þá leið að ætlun þeirra væri að sýna svo- kallaðar „ljósbláar" myndir sem yrðu svo sakleysislegar að þær ættu ekki að særa blygðunarkennd neins sem á horfði. Hvert og eitt okkar hlýtur að þekkja sársaukamörk eigin blygðunarkenndar en þau eru að sjálfsögðu mismunandi eftir einstaklingum. Er það samt ekki skringilegt að svipað Pað þarj ekki mikla lífsreynslu til að sjá í gegn um lapþunnan silikonheim Playboy- myndanna, þar sem olíusmurðar sðguhetjur virðast ekki haja annað að gera en bylta sér og stynja við saxófónundirleik. Peirra beru bakhlutar eru ekki verðir þess að vera gerðir að höjuðóvini kristilegs siðgœðis. Það þarf ekki mikla lífsreynslu til að sjá í gegn um lap- þunnan silikonheim Playboymyndanna þar sem olíu- smurðar söguhetjur virðast ekki hafa annað að gera en bylta sér og stynja við saxófónundirleik. Þeirra beru bak- hlutar eru ekki verðir þess að vera gerðir að höfuðóvini kristilegs siðgæðis. Að klæmast í öllum fötunum í ofgnótt afþreyingar eru margar aðrar gildrur sem sálunni eru hættulegri en hallærislegt bossaskak. Þau víti eru miklu betur falin og ef við höldum ekki vöku okkar, sljóvgast vitundin fyrir því að þar sé eitthvað athugavert. Ég er hér að tala um sakleysislegar bíómyndir og framhalds- þætti sem í raun afskræma þau gildi sem kristin trú styð- ur sem rétta skikkan skaparans. í mörgum, ef ekki flest- öllum evrópskum og bandarískum framhaldsþáttum, sem eru á dagskrá í islensku sjónvarpi (og nú tala ég um allar sjónvarpsstöðvarnar), er það sett fram sem sjálf- sagður hlutur að skipt sé um rekkjunauta eftir hentug- leika hvers og eins. Þessar myndir stuða okkur mun síður vegna þess að flestir eru í fötunum. Þegar nánar er að gáð er siðferðisboðskapur þeirra í raun á jafnlágu plani og bláu myndanna. Kynhvötin er afgreidd sem ákveðin þörf sem nauðsynlegt sé að sinna, hvenær sem er og með hverjum sem þig lystir. Þar með er kynlífið í raun ekki eitthvað sem tilheyrir menningunni heldur dýrinu i okkur. Framhjáhald er einnig daglegt brauð í mörgum þessara þátta. í framhaldsþáttum á borð við Melrose Place hafa flestallar aðalpersónurnar sofið hver hjá annarri (auk nokkurra aukapersóna) síðan þættirnir hófu göngu sína. Engin þeirra á í föstu ástarsambandi lengur en sem 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.