Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 12
BROTIÐ TIL MERGJAR boðinn Erik Ásbo var sendur ásamt konu sinni Signe til landsins árið 1920, að hvítasunnuvakningin náði að skjóta rótum meðal landsmanna. Ásbo hafði áður fengið sýn um hvar hann ætti að hefja starf sitt, en á ferð sinni hringinn i kringum landið fann hann staðinn hins vegar hvergi. Eftir árangurslaust boðunarstarf með Páli Jónssyni í Reykjavik ákvað Ásbo sumarið 1921 að halda heim á leið en með viðkomu í Vestmannaeyjum. Er skemmst frá því að segja, að þar fann hann loks þann stað, sem hann hafði séð í sýninni, og var honum útvegað húsaskjól af Gísla Johnsen konsúl, einum valdamesta manni Vestmannaeyja, sem hafði tekið á móti honum fyrir misskilning. Gísli hafði ætlað að sækja norskan fulgaskoðara niður á bryggju, sem Er skanmstfrá þí að segj a, að jmrfann hann loks \ann staó, srn hann hafði séó í sýninni, og var honum úívegað húsaskjó! af Gísla Johnsen konsúl, einum valdamesta manni Vestmannaeyja, sem hafði tekið á móti honum fyrir misskilning. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía í Reykjavík. átti að gista hjá honum, en villtist á honum og Ásbo. Hann vildi þó ekki vísa Ásbo burt þar sem hann var kominn heim til hans nema að koma honum fyrir annars staðar sem hann og gerði. Auk þess hjálpaði hann honum í leiðinni til að finna stað fyrir samkomur. Ásbo-hjónin höfðu nokkru áður kynnst Sveinbjörgu Jóhannsdóttur, prestsdóttur, sem frelsast hafði á samkomu hjá Hjálpræðishemum á Akureyri og kynnst hvítasunnuvakningunni úti í Bandaríkj- unum, og gerðist hún túlkur þeirra. Pétur Pétursson, prófessor við guðfræðideild Háskóla íslands, telur í doktorsritgerð sinni Frán váckelse till samfund, að hún hafi átt stóran þátt í þeim árangri, sem varð af boðun þeirra í Vestmannaeyjum, en þá frelsuðust um 70 manns. Eins og svo margar aðrar konur þar á þessum árum var Sveinbjörg sjómannskona, en hún hafði misst bæði eiginmann sinn og son í hafið. Þess vegna kann boðskapur hennar að hafa náð vel til margra þeirra kvenna, sem sátu einar heima, meðan eiginmenn þeirra og synir stunduðu sjómennsku. Þetta fólk hafði alist upp við gömlu húslestrahefðina, en boðun Ásbo og Sveinbjargar um synd mannsins og blóð Krists hefur skírskotað til þess, sem það þekkti frá Passíusálmunum og postilluhöfundum eins og Jóni Vídalín, og því mætt trúarþörf þess, enda var sjó- mennskan lífshættuleg og ógnaði heimilunum. Þegar and- staða við trúboð Ásbo hófst og reynt var að hrekja þau hjónin burt úr byggðinni, fór Sveinbjörg að ganga um meðal kvennanna, tala við þær í heimahúsum, biðja með þeim og hafa biblíulestra. Þetta voru viljasterkar konur, sem létu ekki undan aðkasti umhverfisins og ólu margar hverjar börn sín upp með það í huga að hlúa að trúarlífi þeirra. Fyrsti söfnuður hvitasunnumanna, Betelsöfnuðurinn í Vestmannaeyjum, var stofnaður 1. janúar 1926 eftir að reíst hafði verið safnaðarhús þar fyrir tilstilli Svía, en við það tækifæri tóku 19 manns niðurdýfingarskírn. Á fjórða ára- tugnum breiddist síðan starf þeirra út um landið og voru stofnaðir söfnuðir í Reykjavík og á Akureyri árið 1936. Við það tækifæri kom Norðmaðurinn Thomas B. Barratt (1862-1940) til landsins, en hann hefur verið kallaður faðir hvítasunnuhreyfingarinnar í Evrópu.23 Barratt þessi hafði áður verið prestur innan norsku meþódistakirkjunnar, en eftir að hafa kynnst starfi Seymours við Azusastræti í Los Angeles árið 1906 gerðist hann hvítasunnumaður og stofnaði fyrsta söfnuðinn í Noregi. Auk þess átti hann 12

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.