Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 16
BROTIÐ TIL MERGJAR , , , „ , einangrao sig. Við erum ósammála þeim í túlkun þeirra á skírninni og ýmsum öðrum atriðum." Hver er afstaða ykkar til trúarjátninga íslensku þjóðkirkjunnar? „Við erum hjartanlega sammála postullegu trúaijátning- unni nema þessu um hina heilögu, almennu kirkju. Við túlkum það þrengra. Pegar við tölum um kirkju, eigum við við þá, sem eru lifandi trúaðir. Kirkja Jesú Krists er samsett af þeim einstaklingum, sem trúa á hann og eru kristnir í orði og verki. Á þá heilögu, almennu kirkju trúum við, ekki heilaga, almenna, lútherska kirkju.“ Hafið þið tekið afstöðu til annarra trúarjátninga eins og Níkeujátningarinnar og Aþanasiusarjátningarinnar? „Nei. Við erum mjög lítið fyrir trúarjátningar. Við höf- um okkar ákveðna kenningargrundvöll, en trúarjátningar förum við ekki með.“ Hver er afstaða þín til þeirra deilna, sem átt hafa sér stað innan þjóðkirkjunnar á þessu ári? Pegar við tölum um kirkju, eigum við við Jtá, sem eru lijandí trúaðir. Kirkja Jesú Krists er samsett aflpeim einstaklingum, sem trúa á hann og eru kristnir í orði og verki. „Sorg. Það er bæn í huga mínum, að það megi koma góðir hlutir út úr þessu. Kannski var þetta óumflýjanlegt, vegna þess að innan kirkjunnar hafa rúmast svo margar leiðir og svo margar skoðanir, að þær hlutu að verða fyrr eða síðar að deiluefni. Vonandi verður þetta til þess, að kirkjan móti sina stefnu inn í nýja öld á þann hátt, að hún verði ennþá sterkari og tali á markvissari og beinskeittari hátt til þjóðarinnar og þegar hún verður skilin frá ríkinu, verði það henni til lífs og hjálpar." Hvaða áhrif myndi það hafa á samskipti hvítasunnumanna við íslensku þjóðkirkjuna, ef hún tceki að gefa saman samkynhneigð pör í hjónaband? „Það myndi verða vík milli vina. Það eru hlutir sem við myndum ekki verða hrifin af.“ Hver er afstaðaykkar til skírnar í Jesú nafni? „Hún er viðurkennd sem niðurdýfingarskírn, en við teljum, að orð Jesú Krists um hvernig eigi að skíra séu þau orð, sem fara eigi eftir. Við teljum, að góð rök séu fyrir orðum Jesú í skírn hans eins og kemur fram í guðspjöll- unum, en þau taka fram nærveru hans náttúrlega, rödd Föðurins og dúfuna sem tákn Heilags anda. Við trúum að þessi þrefaldi vitnisburður i skíminni sé bæði mjög góður og gildur. Við viljum fylgja orðum Jesú sjálfs." Hverníg hafið þið brugðist við þeim safnaðarmeðlimum, sem kosið hafa að taka endurskírn í Jesú nafni? „Við höfum svo sem ekkert bmgðist við þeim neitt á annan hátt en þann, að okkur þykir það mjög leiðinlegt, þegar menn hafa kosið að gera slíkt. Við teljum, að það séu tvær meginstefnur í skírnarskilningi. Annars vegar er það barnaskimin og hins vegar niðurdýfingarskimin. Þar á milli er ákveðinn grundvallar- ágreiningur, sem hefur að gera með hlutverk einstaklingsins í skírninni. Ég held, að við séum mjög sammála lúthersku kirkjunni um, að frelsið sé gjöf Guðs, en frelsið er eitthvað sem maðurinn þarf að taka á móti. Við teljum að biblíulega séu til mjög góð rök fyrir niðurdýfingarskím. Það er skím, sem við vitum, að var framkvæmd. Bamaskímin kemur eftir á. Okkur finnst hún of lituð af hefðinni og hafa miklu minni biblíulegan bak- gmnn heldur en niðurdýfingarskírnin. Við lítum á skírn Krossins sem niðurdýfingarskírn og eigum þvi erfitt með að skilja, hvers vegna menn endurtaka hana, því að hún er hjá báðum aðilum sáttmáli góðrar samvisku, og að baki henni liggur þessi biblíulegi skilningur, að einstaklingur, sem er kominn til vits og ára, tekur slna persónulegu af- stöðu og staðfestir hana með því að ganga undir vatnið. Orðið baptismó þýðir að láta niðurdýfast.“ Geta allir trúaðir, kristnir mennfengið niðurdýfingarskím hjá ykkur, enda þótt þeir vilji ekkí ganga í hvítasunnukirkjuna? „Almennt talað, þá skírum við fólk, sem vill vera í söfnuðinum. Það er meginatriði. í einstaka tilfellum höfum við gert undanþágu frá því, ef fólk tilheyrir öðru samfélagi, þar sem niðurdýfing er annað hvort ekki viður- kennd eða fólk sækir það mjög fast. Þá gemm við það ein- staka sinnum. Meginstefna hvítasunnumanna er að skíra og kenna, þannig að við höfum haldið tiltölulega fast við þá meginreglu." Hvaða vœntingar hefur þú tíl hvítasunnukirkjunnar á komandi öld? „Ég, hef miklar væntingar. Hvítasunnuhreyfingin hefur í dag bæði sögu og mikla reynslu, og hún hefur vaxið mjög mikið. Að öllum öðrum söfnuðum og kirkjum ólöstuðum má segja, að þessi öld hafi verið öld Heilags anda framar öllu öðm. Það hefur sett mest svip sinn á kristna kirkju og kirkjuvöxt. Ég tel þess vegna, að við höfum mjög góðan gmnn til að byggja á og góða og vel útfærða guðfræði, sem smám saman hefur orðið til og vaxið fram. Ég tel, að á nýrri öld muni vöxtur, framgangur og áhrif þessar hreyfingar verða meiri og meiri, en fyrst og fremst bið ég þess, að hvítasunnuhreyfingin megi varðveita neistann og eldinn, þegar við göngum inn í nýja öld, þá megi það vera með þessari sömu brennandi löngun að sjá líf einstaklinga breytast og sjá sterka og góða söfnuði vaxa upp og heyra orð, sem skiptir máli og er bæði salt og ljós inn i þjóðfélag okkar,“ sagði Hafliði að lokum. Bjarni Randver Sigunúnsson 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.