Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 22
INNLIT Fómjýsi jólksíns er mikíl, það ge/ur ajþví litla sem það d. Sum ir haja ge/ið til kirkjunnar kind sem svarar til tveggja mdnaða launa þeirra. var á skrifstofunni í Awasa og fengum við allan tímann stuðning frá honum og leiðtogum kirkjunnar. Þegar við fórum frá Bale tókum við sex vikna fri i Awasa en fórum svo beint til Ager Selam á biblíuskóla sem kirkjan rekur. Þar vorum við síðari hluta tímabilsins. í skólanum voru um 50 nemendur, 14 í prestaskólanum, 25 í biblíuskólanum og 12 á stelpuskólanum. Við kenndum bæði við skólann, Kalli kenndi biblíulestur og Raggý kenndi handavinnu í forföllum. Svo var hún í aukavinnu á bókasafni á sumarleyfisstaðnum. Stundum fórum við út í hérað að kenna, aðallega um helgar. Aðal- vinna Raggýar var að kenna Gísla Davíð í heimanámi. Hann sótti norska heimavistarskólann í Addis Abeba, en eftir haust-, jóla- og páskafríin var hann í hvert sinn þijár vikur heima í námi. Sum börn kristniboða eru bara í heimanámi og sum eru alveg í skólanum. Voruð þið leið yfir því, þegar þið komuð til Ager Selam, að fá ekki að starfa við það sem þið ætluðuð ykkur þegar þið fóruð út? - Já, við völdum ekki að fara þangað svo að fyrst vorum við ósátt. En þegar einar dyr lokast opnar Guð aðrar og eftir á sáum við að þótt við flyttum ekki fagnaðar- boðskapinn beint til heiðingjanna þá kenndum við tilvonandi fagnaðarboðum. Við vissum að eftir eitt ár á skólanum færu nemendurnir heim til sín og flyttu fagnaðarboðin þar og þá myndu margfalt fleiri fá að Götumynd frá Bale. heyra það sem við vorum að kenna á skólanum. Hafið þið hugsað ykkur að fara aftur út? - Raggý er að byrja í námi og verðum við því hér næstu þrjú árin. Við verðum að athuga það þegar þar að kemur. Við förum ef Guð lofar. Við ætlum að lifa eins og Eþíóparnir, sem vita að hverjum degi nægir sín þjáning, þeir lifa samkvæmt Faðirvorinu: Verði þinn vilji. Er lœrdómsríkt að kynnast Eþíópum? - Þeir eru svo rikir af kærleika. í þeirra samfélagi skiptir hver einstaklingur miklu máli. Ef maður er lasinn vilja allir vita hvernig honum líður. Þegar Raggý veiktist af heilamalaríu hafði fólkið áhyggjur og kom oft í heimsókn. Umhyggja þeirra er mikil. Þegar einhver dó tóku allir sig saman til þess að létta undir með þeim sem voru í sorg. Svona eru allir Eþlópar. Þegar þeir heilsast segja þeir ekki bara: Halló, hvað segirðu? heldur nota þeir langan tíma til þess og faðmast, einnig karlarnir, og segja: Góðan daginn, hvernig líður þér? Hvernig svafstu? Hvernig líður foreldrum þínum? Og svona halda þeir áfram. Þetta er engin uppgerð. Vinir ganga hönd í hönd, líka karlmenn! Ókunnugum heilsa þeir með handabandi, hverjum einasta er heilsað. Fórnfýsi fólksins er mikil, það gefur af því litla sem það á. Sumir hafa gefið til kirkjunnar kind sem svarar til tveggja mánaða launa þeirra. Langflestir gefa tíund af launum til kirkjunnar og gefa síðan aftur í guðsþjónust- unum. Kristna fólkið er mjög þakklátt þvi að það gerir sér grein fyrir að Jesús hafi dáið fyrir það. Allt í kring lifir fólk í myrkri spíritisma og andatrúar og þekkir það bara af illu en ekki í fegraðri mynd eins og á íslandi og veit hið sanna eðli andatrúarinnar. Þegar Kristur kom inn í líf þess hvarf þetta myrkur og allur ótti. En allt í kring lifir fólk í myrkrinu og þá verður þakklætið fyrir ljósið svo mikið. Hvers saknið þið mest? - Vinanna, matarins og kaffisins! Fólksins þó fyrst og fremst. Eruð þið sátt við störf ykkar ytra? - Já, við trúum að við höfum gert það sem okkur var ætlað að gera. Guð úthlutar tímanum og þegar tími okkar í Bale var liðinn skiptum við um stað. Við vorum ótrúlega heppin að hafa Bjarna Gíslason (bróður Kalla) og Elísabetu Jónsdóttur sem kennara við norska heimavistarskólann í Addis Abeba, einnig Helgu Vilborgu Sigurjónsdóttur, en hún kom síðasta árið sem við vorum úti. Það auðveldaði okkur að skilja börnin eftir á skólanum. Var erfitt að koma heim? Það var gott að koma heim. „En mikið svakalega langar mig út aftur!“ bætir Kalli við. „Eins þegar ég er úti þá langar mig heim!“ Sennilega var það erfiðara fyrir Kalla og Ástu Maríu, Raggý og Gísli Davíð eru mjög ánægð með að vera komin heim. Kalli saknar Eþíópíu, en hann segir það vera góðs vita því að þá viti hann að honum þyki vænt um hana og að þeim hafi liðið vel þar. Hér er margt nýtt, sérstaklega fyrir krökkunum. í skól- anum eru Gísli Davíð og Ásta María oft spurð um Eþíópíu. Sjóndeildarhringur krakkanna verður svo stór þegar þau hafa verið þarna úti, þau vita að fleira sé til en ísland og sjónvarpið og Kaninn og Evrópa. íslendingar vita almennt lítið um Eþíópiu, flestir vita 22

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.