Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 29
ORÐIÐ að hann gæti ekki hugsað um hana. Við gerðum það og urðum fjögur heimili sem skiptumst á að hafa hana hjá okkur. Við reyndum mikið að fá Konsófólk til að taka hana að sér en það tókst ekki. Loks þegar Mímí var orðin sex mánaða gömul var farið með hana á barnaheimili í höfuðborginni. Eftir heilt ár fengum við bréf með myndum af lítilli stúlku. Var þar Mímí komin. Hún hafðí verið ættleidd til Frakklands. Hvilíkur léttir og gleði að vita loks hver afdrif hennar höfðu orðið og geta sagt föður hennar sem kom reglulega til að spyrja um hana. Við munum aldrei gleyma Mímí litlu sem var hjá okkur svo lengi og var hún þó ekki barnið okkar. Við höfðum hana að láni í nokkra mánuði en hún var þó.stór hluti af lífi okkar og mér finnst óhugsandi að ég geti gleymt henni. í ljósi þess finnst mér stórkostleg orðin sem ég vitnaði til: „Og þó að þær gætu gleymt...“ Pað er óhugsandi að móðir geti nokkurn tíma gleymt barni sinu. Á sjúkradeildinni í Reykjavík, þar sem ég vann sl. vetur, starfaði ég mikið meðal deyjandi fólks. Einn sjúklingur er mér sérstaklega minnisstæður. Hann var alveg rúmfastur og mikið veikur. Hann var orðinn mjög þreyttur og þráði að lífinu lyki. Bað hann okkur um að gefa sér eitthvað til þess að binda enda á þetta. Hann bað til Guðs að hann tæki hann til sín. Honum fannst erfitt að skilja af hverju Guð væri svo lengi að gefa honum hvildina sem hann þráði. Mér komu i hug orð Páls í Filippíbréfinu: „Mig langar til að fara héðan og vera með Kristi því að það væri miklu betra“ (1:23). Páll óttaðist ekki dauðann fremur en skjól- stæðingur minn því að hann vissi að hann ætti betra í vændum heima hjá Guði. Lærisveinar Jesú áttu líka mjög erfitt með að skilja að Jesús ætlaði að fara frá þeim. Þeir höfðu verið saman í þrjú ár og voru háðir honum. Þeir gátu ekki hugsað sér að hann yrði ekki mitt á meðal þeirra. En þá gefur Jesús þetta loforð, þessa huggun: „Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar“ Qóh. 14:18). Hér er Jesús að tala um heilagan anda sem mundi koma og halda áfram verki hans og minna læri- sveinana á allt er hann hafði kennt þeim . „Ég mun biðja föðurinn og hann mun gefa yður annan hjálpara, að hann sé hjá yður að eilífu" Qóh. 14:26). Hjálparinn, heilagur andi, er sá sem styrkir þegar við syrgjum og þegar okkur líður illa. Huggunarorð okkar mannanna ná skammt á sorgarstundu en Jesús huggar með orðunum: „Ég kem til yðar. Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður.“ Lærisveinar Jesú fengu að reyna að Jesús stóð við loforð sitt. Pví megum við einnig treysta. En Jesús gerir meira en að senda okkur huggara. í Róm. 8:34 stendur: „Kristur Jesús er sá sem dáinn er. Og meira en það. Hann er upprisinn. Hann er við hægri hönd Guðs og hann biður fyrir oss.“ Jesús, sem sigraði dauðann og Jesús biðurpess að ekkertfái gert okkur viðskila við kærleika Guðs. Pótt aðrir fyrirbiðjendur okkarfallifrá, hcetti að biðja eða gleymi er gott að vita aðfrelsari okkar, sem þekkir okkur og allar þarfir okkar, biður fyrir okkur. Við erum á bamlista hans. reis upp, biður nú fyrir okkur. „Þess vegna getur hann og til fulls frelsað þá sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð þar sem hann ávallt lifir til að biðja fyrir þeim“ (Hebr. 7:25). Jesús biður þess að ekkert fái gert okkur viðskila við kærleika Guðs. Þótt aðrir fyrirbiðjendur okkar falli frá, hætti að biðja eða gleymi er gott að vita að frelsari okkar, sem þekkir okkur og allar þarfir okkar, biður fyrir okkur. Við erum á bænalista hans. Fyrirheitin eru okkur gefin af því að Guð elskar okkur. Kærleiki hans nær þó enn lengra en svo að hann varðveiti í hættum og huggi í sorg. Kærleikur Guðs er fullkomnaður í þeirri gjöf sem hann gaf, i syni hans Jesú Kristi sem dó á krossi fyrir syndir okkar. Guð sjálfur friðþægði fyrir syndir okkar. „Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum“ (Róm. 8:38). Vitneskjan um þetta gefur okkur fullvissu um að öll fyrirheitin, sem okkur er gefin, eru sönn. Við megum treysta þeim. Það er eins og segir í söngnum: Fyrirheit Guðs eigi fyrnast, fölskvast ei orð hans snjöll. Jesús með helstríði hörðu hefur þau staðfest öll. 29

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.