Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 11
Þegar Ewart kynnti síðan þessa niðurstöðu sína um guðdóminn og nafn hans (ræðu og riti vorið 1914, vakti hún strax ákafar deilur. Þar sem margir kristniboðar voru áskrifendur að tímariti hans, Meat in Due Season, fengu sjónarmið hans hins vegar góða kynningu víða um heim. Þúsundir hvítasunnumanna tóku nú endurskírn til Jesú nafns, þar á meðal Howard A. Goss og E. N. Bell (1866- 1923), en þeir voru báðir leiðtogar Assemblies of God. Reyndar hafði Parham tekið að skíra í Jesú nafni fljótlega upp úr aldamótum, en það hafði hins vegar ekki vakið neina eftirtekt að ráði. Þrátt fyrir þetta hélt meirihluti leiðtoga hvítasunnumanna enn tryggð við skírn í nafni þrenningarinnar og var J. R. Flower (1888-1970) einn helsti talsmaður hennar, en hann var ásamt þeim Goss og Bell leiðtogi Assemblies of God. Slðla árs 1916 kom Flower því svo til leiðar, að sam- þykki þrenningarlærdómsins var gert að skilyrði að inn- göngu í Assemblies of God og var þá öllum þeim vikið á brott, sem ekki viðurkenndu hann og vildu aðeins skrra í nafni Jesú. Af 585 safnaðarleiðtogum kirkjunnar voru því 156 reknir burt. Hinir brottreknu mynduðu þá nýja kirkju í samstarfi við annan hóp sjálfstæðra hvítasunnumanna og var einn forystumanna hennar Goss, en Bell hafði séð að sér og snúist aftur til fylgis við þrenningarskírnina. Á árunum 1924-1925 klofnaði sú kirkja hins vegar í þrennt, þegar meirihluti hvítra í suðurríkjum Bandaríkjanna ákvað að segja skilið við trúbræður sína úr röðum blökkumanna til að liðka fyrir starfi sínu meðal hvítra. Tuttugu árum síðar sameinuðust þó flestir einhyggjusinnar á ný 1 kirkj- una United Pentecostal Church, en hún er önnur fjöl- mennasta kirkjudeild hvítasunnumanna í heiminum með 1,3 milljónir meðlima árið 1988.14 Aðeins Assemblies of God er fjölmennari, en hún hafði 32,5 milljónir meðlima í 118 löndum það sama ár.15 Auk þess er til fjöldi smærri hvítasunnukirkna, sem teljast einnig til einhyggjusinna, svo sem litlu söfnuðirnir í Tennessee, Vestur-Virginíu og Kentucky, er telja mikilvægt, að kristnir menn handleiki lifandi eiturslöngur til að reyna trú þeirra (sbr. Mark. 16:18), en það er athöfn, sem langflestar hvítasunnu- kirkjur hafa fordæmt.16 Talið er, að einhyggjusinnar og aðrir þeir meðal hvítasunnumanna, sem skira aðeins (Jesú nafni, hafi verið 4,5 milljónir um allan heim árið 1988. Fjórðungur allra hvítasunnumanna í Bandaríkjunum töldust þá einhyggjusinnar.17 Trúfélagið Krossinn er dæmi um hvítasunnukirkju, sem viðurkennir aðeins skírn í Jesú nafni, en boðar samt þrenn- ingarlærdóminn. Eitt af einkennum United Pentecostal Church er neikvæð afstaða til kvikmyndahúsa, keppnis- íþrótta, dansleikja, sunds og skartgripa. Konur eru þar hvattar til að klippa ekki hár sitt og klæðast kjólum eða pilsum, en karlar eiga að vera stuttkliptir og klæðast bux- um.18 Athyglisvert er að þessi sjónarmið eiga flest fylgi að fagna innan Krossins, enda þótt einhyggjukenning United Pentecostal Church um guðdóminn sé þar ekki samþykkt. Þegar lgið fram á sfðari heimsstyrjöld fóru leiðtogar Assemblies of God að leita eftir nánara samstarfi við aðrar kristnar kirkjudeildir og voru þeir smám saman viður- kenndir af þeim flestum. Ýmsum meðlimum Assemblies of God kirkjunnar þótti hún hins vegar orðin full stofnana- kennd á þessum tíma, og þegar mikil vakning braust út að stríðinu loknu, oft nefnd „Latter Rain“, lýstu margir vakn- inga- og kraftaverkapredikarar innan hennar yfir sjálfstæði og stofnuðu sínar eigin hreyfingar og kirkjur, svo sem Oral Roberts. Sumum var jafnvel vikið á brott. Starf þeirra hafði engu að síður jákvæð áhrif á flestar kirkjur hvítasunnu- manna, sem höfðu verið að taka á sig stofnanalegan blæ, enda tók nú mikill fjöldi að ganga til liðs við þær. Segja má að Assemblies of God hafi öðlast fulla viðurkenningu sem kristin kirkjudeild eftir að hún komst undir stjórn Thomas E Zimmermans (1912-1991) árið 1959, en hann lagði megináherslu á að efla þverkirkjulegt samstarf og trú- boð með góðum árangri, enda skiptu meðlimir kirkjunnar þrem tugum milljóna, þegar hann lét af embætti. Frá níunda áratugnum hefur auk þess fjöldi sjónvarps- predikara tengst kirkjunni.19 Hvítasunnumenn á íslandi hafa oft sagst vera fjölmenn- asta kirkjudeild mótmælenda með um 200 milljón með- limi um allan heim. Sá fjöldi verður þó að teljast nokkuð umdeilanlegur, enda þótt ljóst sé, að hvítasunnumenn skipti nú a.m.k. nokkrum tugum milljóna.20 Að mati kirkjuvaxtarsérfræðingsins D. B. Barretts töldust hvíta- sunnumenn árið 1988 176 milljónir, en aðeins rétt rúm 15% þeirra taldi hann vera búsetta í Evrópu og Norður- Ameríku. Til hvítasunnumanna flokkaði hann þó ýmsa jaðarhópa eins og Nýju postulakirkjuna og alls kyns baptískar og meþódískar kirkjur vegna áhrifa hvítasunnu- vakningarinnar á þær. Auk þess taldi hann, að hvítsunnu- menn væru orðnir a.m.k. 41 milljón 1 Kína.21 Patrick Johnstone hjá alþjóðlegu kristniboðshreyfingunni WEC gerði hins vegar ítarlega úttekt á stöðu kristinnar trúar um allan heim árið 1993 og flokkaði hann þar 58 milljónir Kínverja sem mótmælendur, en bætti því við að vegna þeirra hamla, sem stjórnvöld kommúnista setja starfi kristinna þar í landi, sé í raun ómögulegt að flokka þá nánar. Johnstone taldi meðlimi hvítasunnukirkna aðeins vera 93,1 milljón um allan heim, sem verður þó að teljast töluverður fjöldi, en til samanburðar má nefna, að 66,3 milljónir teljast til lútherskra kirkna.22 Hvítasunnukirkjan á íslandi Vestur-íslendingurinn Páll Jónsson, sem gerst hafði hvltasunnupredikari, kom hingað til lands árið 1918 og hóf fyrstur hvítasunnumanna starf í Reykjavík en hafði ekki erindi sem erfiði. Það var ekki fyrr en norski trú- BR0T1Ð TIL MERGJAR Sveinbjörg Jóhannsdóttir William J. Seymour 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.