Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 18
MENNING & LISTIR Pessí umsögn vefeur nokkra athygli því þó að það sé rétt að nvyndin hafi að geyma grípandi ástarsögu þáfiallar hún ekki síður um mátt trúar og vonar í lífijólks. troðið tilfinningar annarra. Hún vill reyna að bæta fyrir það og hvetur Ingmar til að fara til Jerúsalem og sækja Gertrudi. Viðfangsefnið Bille August hefur sagt að kvikmyndinjerúsalem sé í hans huga ekki trúarleg mynd heldur áhrifarík og ljóðræn ástar- saga. Þessi umsögn vekur nokkra athygli því þó að það sé rétt að myndin hafi að geyma gripandi ástarsögu þá fjallar hún ekki síður um mátt trúar og vonar í lífi fólks. Hún segir frá venjulegu fólki, aðstæðum þess, samskiptum og örlögum. Hún dregur fram á áhrifamikinn hátt kjamaatriði manlegrar tilveru og fjallar um trú og efa, kærleika og svik, von og örvæntingu, sekt og fyrirgefningu. Styrkur myndarinnar er m.a. sá að hún lýsir því hvernig þessir þættir koma fyrir í lífi og samskiptum fólks án þess að fella dóma yfir gjörðum þess. Þannig getur áhorfandinn dregið lærdóm af reynslu og viðbrögðum ólíkra einstaklinga. Sálfræðileg efnistök myndarinnar eru ekki síður sann- færandi. Góður leikur dregur þá hlið vel fram. Sálarástand og tilfinningaglíma aðalpersónanna skilar sér vel. Þung- lyndi Gertrudar eftir að henni var hafnað er þrúgandi. Ólæknuð sár Karinar sklna í gegn þrátt fyrir að hún reyni að halda yfirborðinu sléttu og felldu. Barbro þarf að horf- ast í augu við sjálfa sig, gjörðir sínar og þjáningu og tog- streitu Ingmars og það kostar innri átök. Hellgum nær sálrænum tökum á ráðvilltum einstaklingum með sefjunarmætti sínum. Þótt úrvinnslan sé sálfræðileg er Myndin fjallar pó ekki bara um sálarástand og samskipti fólks og afleiðingar peirra heldur sýnir húnjafnframt hvernigytri aðstæður þess hafa áhrif á lífþess og örlög og hve auðvelt það getur veriðfyrir sterka persónu- leika að mísnota trú og traustfólks. hún einnig trúarleg og kemur það m.a. fram í því þegar Jesús birtist Gertrudi við vatnið og Karin finnur loks frið í Jerúsalem þótt hún hafi misst allt sem henni var kærast. Viðbrögð Ingmars þegar þjáningu hans er létt og Barbro hafði fætt honum son sýna hið sama. Myndin fjallar þó ekki bara um sálarástand og sam- skipti fólks og afleiðingar þeirra heldur sýnir hún jafn- framt hvernig ytri aðstæður þess hafa áhrif á líf þess og örlög og hve auðvelt það getur verið fyrir sterka persónu- leika að misnota trú og traust fólks. Undirniðri býr þó spurningin sem Ingmar spyr systur sína þegar hann er kominn til Jerúsalem; Hver er það sem stjórnar lífi hvers? Þar er á ferð áhugaverð tilvistarspurning að glíma við bæði út frá myndinnijerúsalem og í lífinu sjálfu. Persónur og leikendur Mynd Augusts leiðir fram á sjónarsviðið fjölda fólks og áhorfandinn fær ekki að kynnast því öllu nógu vel til að geta skilið orð þess og athafnir. Ef til vill bætir væntan- legur sjónvarpsmyndaflokkur þar úr. Nokkrar persónur eru þó eftirminnilegar og setja sterkan svip á myndina enda leikur flestra leikaranna afbragðsgóður. Hellgum, predikarinn gustmikli, er sterk persóna enda nær hann tökum á drjúgum hluta fólksins í sveitinni og fær það með sér til Jerúsalem. Einhvetjum kann að finnast að verið sé að gera lítið úr eða hæðast að vakningapredikurum og guðlegri köllun. Sú er þó ekki raunin. Hellgum er fyrst og fremst dæmi um áhrifamikinn og mælskan einstakling sem kann að notfæra sér aðstæður. Um leið er hann verk- færi í annars höndum. Honum tekst að gefa ráðvilltu sveitarsamfélagí ramma til að túlka veruleika sinn út frá. Sá rammi er hins vegar allur málaður með svörtum og hvítum litum. Ábyrgð sterks leiðtoga er mikil. Hann getur fallið í þá gryfju að hlutgera syndina í aukaatriðum og jafnvel leitast við að þurrka út persónueinkenni áhang- enda sinna í stað þess að leiða fólk fram til þroskaðrar trúar sem tekur Guð alvarlega mitt á sviði hins daglega lífs. Ingmar er dálítið aumkunarverð persóna. Á honum hvílir sú mikla ábyrgð að feta I fótspor föður síns og verða leiðtogi bændanna í héraðinu. Aðstæður haga þvl þannig til að hann þarf að gera upp á milli ábyrgðarinnar gagn- vart sveitarsamfélaginu og eigin tilfinninga til Gertrudar. Það uppgjör hefur mikil áhrif bæði á líf hans sjálfs og fjölda annarra. Greinilegt er að Ingmar vill í senn gera það sem hann telur rétt og forðast það að særa nokkum. Að ná hvoru tveggja í senn er ekki einfalt mál fyrir hann fremur en aðra sem lenda I svipuðum aðstæðum. Það fylgir því mikil ábyrgð að vera maður og alls ekki auðvelt að reynast trúr þegar ólíkar skyldur kalla. Þrjár konur setja sterkan svip á myndina. Þar fer Gertrud fremst í flokki. Leikur Mariu Bonnevie er áhrifamikill. Með 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.