Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 9
BROTIÐ TIL MERGJAR Heilags anda og tungutalið væru merki þess, að hinir síðustu timar væru runnir upp og að Jesús Kristur myndi brátt koma aftur til að stofnsetja þúsund ára ríki sitt hér á jörð. Auk þess lagði hann mikla áherslu á helgun, kraftaverkalækningar og kristniboð, en hann taldi, að tungutalið myndi nýtast til þess, þar sem menn gætu með því boðað fjarlægum þjóðum fagnaðarerindið á tungum, sem þær einar skildu. Vakningin var þó mikið til bundin við Kansas næstu árin eða þar til Parham stofnaði annan bibliuskóla í Houston í Texas haustið 1905. Þangað komu ýmsir menn, sem áttu fljótlega eftir að verða leiðandi meðal hvítasunnumanna, einkum þó þeir Howard A. Goss (1883-1964) og blökkumaðurinn William J. Seymour (1870-1922), sem kom frá helgunarhreyfingunni. Að loknu fyrsta skólaárinu hafði fjöldi manns gengið til liðs við Apostolic Faith-hreyfinguna og töldust nú 13.000 til hennar í Kansas og Texas. William J. Seymour hélt til Los Angeles í Kaliforníu snemma í mars árið 1906 til að kynna skírn Heilags anda fyrir borgarbúum. Þar hófst vakningin mánuði siðar, þegar ung kona að nafni Jennie Moore meðtók Heilagan anda og fór að tala í tungum. Brátt bættust fleiri í hópinn, sem fann sér aðsetur í tómri vöruskemmu við Azusastræti 1 miðborg Los Angeles þann 19. apríl. Næstu árin flykktist þangað fjöldi manns, bæði leikir sem lærðir, alls staðar að úr heiminum, til að kynnast vakningunni og meðtaka skím Heilags anda, en samkomur voru haldnar þar nær daglega allt til ársins 1909.6 Það var þvi frá starfi Seymours í Azusastræti, sem hvítasunnuvakningin barst um allan heim. Seymour var afar stoltur af því, að stór hluti þeirra, sem fyrst gengu til liðs við hvítasunnumenn, var fátækt fólk.7 Rannsóknir félagsfræðinga hafa leitt í ljós, að fyrstu fylgismenn vakningarinnar komu yfirleitt af landsbyggðinni, þar sem kristin trú hafði sterk ítök, eða voru ættaðir þaðan.8 Charles Fox Parham var leiðtogi hvitasunnuvakningar- innar fyrstu árin eða þar til hann var handtekinn fyrir meinta kynvillu sumarið 1907. Ásakanirnar á hendur honum þóttu þó málum blendnar og var málið látið niður falla, en hann hrökklaðist engu að síður úr stöðu sinni, einkum vegna þess að andstæðingar hvítasunnuvakningar- innar hömpuðu málinu óspart í fjölmiðlum. Eftir að Parham hafði dregið sig í hlé féll þáttur hans í vakning- unni mikið til í gleymsku og voru lengi ýmsir aðrir taldir upphafsmenn hennar, svo sem Seymour.9 Parham hafði reynt að koma á skipulagi á starfsemi hvítasunnumanna um öll Bandaríkin, en þegar hann hvarf Frá samkomu í hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í Reykjavlk á haustdögum 1996. 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.