Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 17
GunnarJ. Gunnarsson MENNING & LISTIR Jerúsalem Hugleiðingar í tilefni af kvikmynd Það vakti athygli í haust þegar danski leikstjórinn Bille August kom hingað til lands til að vera viðstaddur frumsýningu kvikmyndar sinnar Jerúsalem. Hann er í hópi virtustu kvikmyndaleikstjóra í Evrópu og gerði m.a. kvikmyndimar Pelle sigurvegari eftir bók Martins Andersen Nexö og Hús andanna eftir bók Isabel Allende. Háskólabíó sýndi myndina nú í haust og gefur hana væntanlega út á myndbandi í desember. Myndin hefur vakið töluverða athygli enda sker hún sig úr fjölda þeirra kvikmynda sem sýndar eru hér á landi. Eitt af þvi sem vekur athygli er að enn einu sinni rekur á fjömrnar kvikmynd sem fjallar m.a. um kristna trú og boðskap. Jerúsalem er byggð á samnefndri sögu sænsku skáld- konunnar Selmu Lagerlöf sem kom út í tveim bindum á ámnum 1901-1902 og vakti mikla athygli. Sagan fjallar um raunverulega atburði og segir frá því þegar hópur bændafólks frá Nás í sænsku Dölunum fluttist til Jerúsalem árið 1896 til að mæta Kristi þegar hann kæmi aftur. Lítíl frétt í blaði um þennan atburð vakti áhuga Selmu Lagerlöf og fór hún bæði til Nás ogjerúsalem til að kynna sér aðstæður og leita svara við því hvað fengi bændur norðan úr Dölum til að rífa sig upp með rótum og halda á vit óvissunnar suður í landinu helga. Söguþráðurinn í upphafi myndarinnar er dregin upp mynd af fábrotnu bændasamfélagi sem tekst á við erfiða lífsbaráttuna. Undir niðri ríkir upplausn því þetta litla samfélag vantar bæði andlegan og veraldlegan leiðtoga eftir að foringi þess ferst við að bjarga börnum á fleka á beljandi fljóti. Dag einn kemur sænsk-amerískur predikari til sögunnar, Hellgum að nafni, leikinn af Sven Bertil Taube. Með mælsku sinni hefur hann fljótlega mikil áhrif á einstaklinga sem og bændasamfélagið í heild og fær að lokum hóp fólks til að selja eigur sínar og fylgja sér til Jeúsalem í von um frelsun þegar Jesús kemur aftur. Inn 1 myndina fléttast ástarsaga tveggja aðalpersón- anna, þ.e. Ingmars, sem leikinn er af Ulf Friberg, og Gertrudar, sem Maria Bonnevie leikur. Pau alast upp saman eftir að Ingmar hefur misst foreldra sína. Þegar ástin kviknar milli þeirra ákveður Ingmar að halda út í skógana til að vinna sér inn peninga svo hann geti tekið við ættar- óðali fjölskyldunnar og orðið leiðtogi í sveitarsam- félaginu líkt og faðir hans hafði verið og sveitungar hans reiknuðu með. Á meðan bíður Gertrud þolinmóð. Framtíðin virðist þvl björt. Allt fer þó á annan veg. Karina, eldri systir Ingmars, sem leikin er af eiginkonu leikstjórans, Pemillu August, hefur búið á ættaróðalinu allt frá dauða föður þeirra. Hún verður fyrir sterkum áhrifum af predikun Hellgum og ákveður að selja óðalið og halda til Jerúsalem með fjöl- skyldu slna. Kaupandinn er bóndinn Persson (Anders Nyström). í örvæntingu sinni svíkur Ingmar Gertrud og ákveður að giftast Barbro, dóttur Perssons (Lena Endre) til að bjarga óðalinu. Niðurbrotin er Gertrud auðveld bráð fyrir Hellgum og slæst í för með honum til Jerúsalem eftir að hafaséðjesúísýn. Sveitarsamfélagið í Nás er nú enn sundraðra en fyrr og pílagrlmanna í Jerúsalem beið allt annað en þeir höfðu vænst. Umhverfið var framandi og við tók erfið barátta með vonbrigðum og efasemdum. Barbro gerir sér hins vegar smám saman grein fyrir því að hún hefur fótum 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.