Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 28
ORÐIÐ Birna G. Jónsdóttir Guð <?r umhyqqjusamur faðir v arpa áhyggjum þínum á Drottin. Hann mun bera umhyggju fyrir þér. Hann mun eigi að eilífu láta réttlátan mann verða valtan á fótum" (Sálm. 55:23). „Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?“ (Matt. 6:25). „Sjá, hönd Drottins er eigi svo stutt að hann geti ekki hjálpað og eyra hans er ekki svo þykkt að hann heyri ekki“ (Jes. 59:1). „Því að ég, Drottinn Guð þinn, held í hægri hönd þína og segi við þig: Óttast þú eigi, ég hjálpa þér“ (Jes. 41:13). Já, þau eru mörg fyrirheitin í orði Guðs um varðveislu hans. Oft hef ég þurft á því að halda að lesa þessi loforð, ekki síst þegar ég er úti í Eþíópíu. Kringumstæður hafa oft verið þannig að ekkert annað var hægt að gera en gripa til þessara fyrirheita í trausti þess að Guð tæki burt áhyggj- urnar og bæri byrðarnar. Enginn er laus víð áhyggjur. Þær geta lagst þungt á okkur, stórar og litlar. Þær ræna okkur svefnró. Guð ber umhyggju fyrir okkur eins og kærleiksríkur faðir. Hann er réttlátur og kærleiksríkur og hefur alltaf tíma fyrir barnið sem leitar til hans. Huggun Guðs er einmitt fólgin í þessu. Hann ber umhyggju fyrir okkur og vitundin og vissan um það fyllir okkur öryggiskennd. „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld“ (Matt. 11:28). Til er saga af gamalli vinnukonu sem hafði verið að versla fyrir jólin og var á leið heim með þungan poka á bakinu. Þá kemur húsbóndi hennar akandi á hestvagni og býður henni að sitja aftan á vagninum. Konan þáði gott boð en þegar húsbóndinn litur aftur sér hann hvar hún situr enn með byrði sína á bakinu. ,Já, það var fallegt af yður að bjóða mér far,“ sagði hún, „en það er óþarfi að hesturinn beri jólainnkaupin mín líka.“ Er þetta ekki einkennandi fyrir okkur.mennina? Ég stend mig oft að þvl að bera sjálf byrðarnar í stað þess að varpa þeim á hann sem býður svo fallega: „Komið til mín. - Ég mun veita yður hvíld.“ Boðið nær til allra, enda enginn sá maður sem ekki hefur einhverja byrði að bera. í bók Jesaja spámanns er varðveislu Guðs líkt við Birna G. Jónsdóttir er hjukrunarkona og Ijósmóðir. Húnfóröðru sinni til kristniboðsstarfa (Eþíópíu í lokjúlí ásamt manni sínum, Guðlaugi Gíslasyni, og tveimur dætrum þeirra. Heimili þeirra verður fyrst um sinn í Arba Minch. móðurkærleikann: „Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sinu að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt þá gleymi ég þér samt ekki. Sjá, ég hef rist þig á lófa mína“ (Jes. 49:15-16). Þessi samlíking verður enn sterkari í Eþíópíu þar sem aðstæður eru þannig að í raun getur nýfætt barn ekki lifað án móður sinnar. Frá fæðingu er barnið í fangi móður- innar hvort sem er á nóttu eða degi. Það sefur aldrei í vöggu eða bamarúmi. Það er ekki sett í vagn eða burðarstól. Það sefur í rúmi móðurinnar á nóttunni og er bundið við hana á meðan hún vinnur verkin á daginn. Líf ungabarnsins er háð þvi að heilsa móðurinnar sé góð og að hún hugsi um barnið. Ef kona með barn á brjósti leggst inn t.d. á sjúkraskýlið í Konsó leggst barnið með henni í rúmið og fær aðhlynningu með henni. Því miður kemur það fyrir að móðirin deyr. Það er alltaf tvöföld sorg fyrir föðurinn og aðra aðstandendur því að þá er gert ráð fyrir að barnið deyi líka. Fátt var eins erfítt og að sjá á eftir föður, sem hafði misst konu sína, fara heim með lík hennar og ungbam í fanginu. Oftar en ekki biðu svo eldri bömin heima sem hann þurfti líka að hugsa um. Við gerðum það sem við gátum til að hjálpa við slíkar aðstæður. Við gáfum þurrmjólk, ef hún var til, og leið- beindum um að blanda og gefa barninu. Sú næring var þó ekki fullnægjandi og oft dóu börnin. Lítil telpa kom til okkar, tveggja vikna gömul. Faðir hennar kom með hana. Hún var horuð og hungruð. Móðirin hafði dáið heima nokkrum dögum eftir fæð- inguna og faðirinn átti ekkert að gefa barninu. Þrjú lítil börn biðu heima. Sjálfur var hann aðkomumaður í Konsó og átti enga nána fjölskyldu. Fjölskylda konunnar vildi enga hjálp veita því að upp komu deildur milli hennar og mannsins um greftrun konunnar. Maðurinn var kristinn og vildi jarða hana að kristnum sið enda hafði hún verið kristin. Fjölkskylda konunnar var það ekki og vildi jarðsetja að heiðnum sið. Nú kom maðurinn til okkar á kristniboðsstöðina. Hann var fullur örvæntingar og bað okkur að taka telpuna því 28

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.