Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 24
FRÆÐSLA Dietrich Bonhoeffer, 1906 -1945. Þegar einn kunningja Dietrichs Bonhoeffers frétti af ótlmabærum endalokum hans varð honum að orði að ævi hans væri nútímaútgáfa af Postulasögunni; saga um trú, trúfesti, hugrekki, samúð, speki og sannfæringu. Hér er ekki orði ofaukið. Saga Bonhoeffers er framar öðru saga manns sem kaus að fylgja Kristi í einu og öllu. Fyrir Hitler Henning Emil Magnússon. Bonhoeffer fæddist 4. febrúar 1906 1 Breslau, Þýskalandi. Tvíburasystir hans, sem er enn á lífi, heitir Sabine og hélt upp á níræðisafmæli sitt fyrr á árinu. Foreldrar hans, Karl og Paula, voru bæði af menntafólki komin. Karl faðir hans var prófessor í geðlækningum við Berllnarháskóla. Foreldrarnir ræktuðu með börnunum átta sjálfsögun og hvöttu þau til sjálfstæðrar hugsunar. Bonhoeffer gerði upp hug sinn til náms þegar hann var ungur, hann var staðráðinn i að nema guðfræði og fór snemma að vitna í Lúther. Bonhoeffer lauk námi frá Berlínar- háskóla 21 árs með lokaverkefni sínu, „Sanctorum Communio" sem Karl Barth kallaði guðfræðilegt undur. Eftir það tók Bonhoeffer við sínu fyrsta prestembætti og þjónaði í Barcelona í eitt ár, og notaði tímann til að undirbúa seinna verkefni sitt, „Akt und Sein“. Hann stundaði framhaldsnám í Union Theological Seminary, New York, og varð fyrir áfalli þegar hann kynntist útþynntri guðfræðinni vestan hafs. Bonhoeffer varð guðfræðiprófessor við Berlínarháskóla 24 ára gamall. Samtímis kenndi hann fermingarbörnum í fátækrahverfum Berlínar. Eins og sjá má á ferli hans, þá toguðust á presturinn og guðfræðingurinn í honum. Hann þjónaði sem prestur í London i hálft annað ár áður en hann fann sig knúinn til að snúa heim aftur. Hann gat ekki horft aðgerðalaus á eftir þjóð sinni ofan í gin nasismans. Eftir Hitler Bonhoeffer væri ekki jafn þekktur og raun ber vitni ef seinni heimstyrjöldin hefði ekki brotist út er hann var 33 ára gamall. Hann hafði reyndar átt í útistöðum við Adolf Hitler fyrir þau tímamót. Hitler var settur kanslari 30. Tvíburarnir Dietrich og Sabine, 1915. 24

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.