Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 10
BROTIÐ TIL MERGJAR Charles F. Parham frá, leið það mikið til undir lok. Eftir stóðu margir sjálf- stæðir leiðtogar eða sðfnuðir, sem voru undir áhrifum frá vakningunni. Einn helsti leiðtogi hvítasunnumanna næstu árin var þó Howard A. Goss, en hann stofnaði fjölda nýrra safnaða 1 Texas og Arkansas, auk þess sem hann ferðaðist um víða sem predikari. Hann var jafnframt einn helsti hvatamaður að stofnun Assemblies of God árið 1914, en það er stærsta kirkjudeild hvítasunnumanna um allan heim.10 Margar smærri hvítasunnukirkjur kusu hins vegar að vera óháðar, en þær höfðu flestar verið stofnaðar fyrir aldamótin sem helgunarkirkjur og vildu að hver söfnuður ætti að ráða sér sjálfur undir handleiðslu Heilags anda án þess að vera fjötraður af sérstökum játningum eða utanaðkomandi miðstýringu. Aðstandendur Assemblies of God töldu hins vegar, að hvítasunnumenn þyrftu á ákveðnu skipulagi að halda, þar sem slíkt gæti eflt kristniboð í fjarlægum löndum.11 Erik Ásbo Frank J. Ewart Klofningar Hvítasunnumenn tóku snemma að deila um nokkur mikil- væg, kenningarleg atriði, sem komu til með að skipta þeim í fylkingar. Það varð til þess, að helstu kirkjur þeirra tóku að skilgreina sjónarmið sín nánar með sérstökum yfirlýsingum og skilyrðum fyrir inntöku nýrra meðlima. Fyrsti ágreiningurinn varðaði helgun kristinna manna, en þar tókust á tvö andstæð sjónarmið. Annars vegar var talið, að mönnum stæði þrennt til boða og þá í þessari röð: Að endurfæðast til samfélags við Guð, meðtaka gjöf helgunar í eitt skipti fyrir öll og skírast síðan í Heilögum anda. Þetta var einkum sjónarmið þeirra hvítasunnu- manna, sem komu úr röðum helgunarhreyfinganna, en helstu talsmenn þess voru þeir Parham og Seymour. Hins vegar var talið, að helgunin væri ekki sérstök gjöf Guðs til hins kristna, heldur aðeins þáttur i endurfæðingu hans til samfélags við Guð, sem ætti að móta allt líf hans þar til fullkomnun væri náð. Því stæði mönnum aðeins tvennt til boða: Að endurfæðast og síðan að skírast í Heilögum anda. Pessi kenning, sem nefnd var „fullnaðarverkið á Golgata“, kom upphaflega frá William H. Durham (1873-1912), áhrifamiklum safnaðarleiðtoga hvítasunnumanna í Chicago, en meirihluti leiðtoga hvitasunnumanna aðhylltist hana fljótlega, þar á meðal Goss. Assemblies of God tók þvi upp sjónarmið Durhams. Annar ágreiningur, sem kom upp, varðaði skírnarorð kristinna manna og þrenningarlærdóminn. Þegar einn af leiðtogum hvitasunnumanna, R. E. McAlister (1880-1953) að nafni, gat þess i skírnarræðu á fjölmennu móti vorið 1913, að í Postulasögunni væri aðeins talað um skirn í Jesú nafni en ekki í nafni Föður, Sonar og Heilags anda eins og í Matteusarguðspjalli, vakti það athygli margra viðstaddra og tóku þeir að velta þessu misræmi fyrir sér. Ári siðar komst einn þeirra, Frank J. Ewart (1876-1947), að þeirri niðurstöðu, að þar sem „nafn“ Föður, Sonar og Heilags anda væri í eintölu, hlyti það einfaldlega að vera nafnið ,Jesús“. Ewart sannfærðist jafnframt um, að Guð væri ekki þrí-einn, heldur aðeins ein persóna, sem hefði opinberað sig sem Faðir, Sonur og Heilagur andi á ýmsum tímaskeiðum og væri Jesús Kristur sú persóna. Petta rök- studdi Ewart meðal annars með þeim orðum Páls postula, að í Jesú Kristi byggi öll fylling guðdómsins líkamlega (Kól. 2: 9). Faðirinn, sem væri Heilagur andi, dveldi því i mann- legum líkama, sem teldist sonur hans. Pessi kenning er ýmist kölluð Jesus Only“ eða „onenessisnT á ensku, en það má þýða á íslensku sem „Aðeins Jesús“ eða „einhyggju- kenningiri1.12 Enda þótt Ewart hafi verið sá, sem mótaði þetta trúar- atriði einhyggjusinna, var kenningin í raun ekki ný af nál- inni. Undir lok annarrar aldar e.Kr. kom fram kenning, er jafnan kallast háttarhyggja (modalism), en hún gekk út á, að Guð væri aðeins ein persóna, sem hefði tekið háttar- skiptum á mismunandi tímabilum sögunnar. Fyrst hefði hann birst sem Faðir, síðar sem Sonur og loks sem Heilag- ur andi. Helstu talsmenn þessarar kenningar voru þeir Praxeas og Sabellius, en Tertullianus kirkjufaðir mótmælti þeim harðlega og var kenningin að lokum dæmd villa.13 Einhyggjusinnar greina sig þó frá gömlu háttarhyggjunni að því leyti, að þeir gera ráð fyrir að allar þijár opinberanir Guðs, Faðir, Sonur og Heilagur andi, geti komið fram samtímis. Næstu árinflykktist jtangað fjöldi manns, bæði lákír sem lærðir, alls staðar að úr heiminum, til að kynnast vahíngimni og meðtaka skírn Heílags anda, en samkomur voru haldnar \ar nær daglega allt til ársins 1909. Pað var þvífrá starfí Seymours í Azusastræti, sem hvítasunnu- vakningin barst um allan heim. 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.