Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 7
ÍBRENNIDEPLI Kringumsíœður okkar í dag eru hreint ekkí eins nútímalegar og virst gœíi í fyrstu. Mörg afbréfum postulanna í Nýja testamentinu bera því einmitt vitni að þau eru skrifuð til kristins fólks sem lifði í samfélagi þar sem mí ríkti í kynferðismálum. nemur tíu þáttum. Ég gæti tekið fleiri slík dæmi úr öðrum bíó- og framhaldsmyndum, en þess gerist varla þörf. Ekki ber svo að skilja að slíkt siðferði sé neitt nýjabrum í íslensku sjónvarpi því boðskapur flestra kvikmynda síðustu áratugina hefur einmitt verið þessi. Gerðar hafa verið rannsóknir á bandarísku sjónvarpsefni sem leiddu m.a. í ljós að 90% para, sem sofa saman í slíkum mynd- um, eru ógift. Án efa hafa þær átt sinn þátt í að sljóvga hug okkar kristinna manna og kvenna og gert okkur ónæmari fyrir brengluninni. Þessvegna er það nú meðal annars mögulegt að sýna Ó-þátt fyrir unglinga hjá Sjón- varpinu án þess að nokkur æmti né skræmti. Umsjónar- menn þess þáttar hafa meðal annars tekið sér kynfræðslu fyrir hendur og var meginboðskapurinn sá að muna alltaf eftir smokknum ef sofið er hjá. Boðskapur fjölmiðlanna er semsagt þessi: „Ef þú sefur hjá þeim eða þeirri sem þér líst vel á um leið og þig lang- ar, þá ertu nútímamaður því það er einmitt þannig sem við nútímamennimir höfum það!“ Vakið! Hvemig eigum við sem erum kristin að bregðast við þessu? Eigum við að teppa allar þjóðarsálir og nöldra yfir því að það sé orðið fyrir neðan allar hellur með siðferðið neðan naha? Væri ráð að fylla alla kjallara DV og lesendadálka Moggans með greinum um að nú sé mál að linni? Vissulega væri það betra ef kristið fólk léti meira frá sér heyra um þessi mál og gæfi til kynna að það léti ekki vaða yfir sig á skítugum skónum en meira þarf til en einstaka óánægju- raddir. Kristnir menn þurfa miklu fremur að mynda með sér breiðfylk- ingu (helst þverkirkjulega) og spyrna duglega við fótum. Eins og við vitum er engin leið að hafa hemil á því klámefni sem til boða stendur í gegn um ljósvaka, tölvur og meira að segja símann en við verðum að halda vöku okkar og vekja aðra til umhugsunar. „Verið algáðir, vakið,“ skrifaði Pétur postuli þegar hann varaði við óæskilegum áhrifum í samfélaginu. Kringumstæður okkar í dag eru hreint ekki eins nútíma- legar og virst gæti í fyrstu. Mörg af bréfum postulanna í Nýja testamentinu bera því einmitt vitni að þau eru skrif- uð til kristins fólks sem lifði í samfélagi þar sem mikið frjálsræði ríkti í kynferðismálum. Ráðin, sem postularnir veittu hinum trúuðu, voru ekki að samlaga sig kúltúrn- um og slá af boðorðum Guðs. Þess i stað hvöttu þeir hina kristnu til að halda vöku sinni, þora að vera öðruvísi en aðrir og sýna samfélaginu að trúin á Krist er lífinu i vil. „Hegðiðyður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þérfáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra ogfullkomna“ (Róm. 12:2). 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.