Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 27
TIL UMRÆÐU okkar hættir mðnnum til að nota orðið kærleikur á alltof almennan hátt um hvaðeina sem er hentugt og þægilegt. í kristinni trú er kærleikurinn fyrst og fremst fórnandi og þjónandi og kemur fram i athöfn, sbr. kærleiksfórn Krists sjálfs á krossinum. 3) Orðanotkun er ekki alltaf skýr í greinagerðinni: a) M.a. er talað um bókstafstrú og orðið ofsatrú kemur fyrir í tilvitnun. Bæði þessi orð eru hlaðin neikvæðri merkingu og stundum notuð sem fúkyrði. Ekki er laust við að hnýtt sé í þá sem aðhyllast íhaldsamt viðhorf til Biblíunnar. Vonandi verður þessi umræða ekki á þeim nótum framvegis. b) Minnst er á „eðlislæga, hreina samkynhneigð11 og er þar átt við að hneigðin sé hluti af persónuleika og sjálfs- ímynd manneskjunnar. Orðanotkunin gefur óbeint til kynna að samkynhneigðin sé ásköpuð, en ekki hefur verið sannað að svo sé. c) Hugtökin „ábyrgt kynlíf" og „ábyrg ástarsambönd" eru ekki skilgreind hér frekar en í ályktun prestastefnu frá árinu 1987. Sumir leggja ekki aðra merkingu í þessi hugtök en að forðast ótímabæra þungun og koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma með notkun viðeigandi getnaðarvarna. Þá nota menn frelsið til færis fyrir holdið. 4) Almenn umræða um málefni samkynhneigðra snýst að hluta til um mannréttindi. En baráttan um að fá bless- un þjóðkirkjunnar yfir staðfesta sambúð er ekki krafa um mannréttindi. Kirkjan er kölluð til kærleika og umhyggju gagnvart samkynheigðum. En krafan um blessun þjóðkirkjunnar yfir staðfesta samvist er að til- stuðlan þrýstihóps sem sækir stíft á. Hann hefur fengið góðan hljómgrunn og guðfræðin, sem að baki liggur, byggist á frjálslegri afstöðu til Biblíunnar. Ekki er vitn- að í túlkunarhefð kirkjunnar almennt né túlkunarhefð lútherskrar kirkju sérstaklega. Gallinn við málsmeðferðina er sá að unnið var hratt og í litlum hópi. Það eitt heftir opna umræðu og gagn- kvæman skilning og læðir að grunsemdum um að markmiðið hafi verið að knýja þetta 1 gegn. Reynt er að breyta gildandi viðhorfi. Slík ákvörðun yrði álitin mjög stefnumarkandi og túlkuð þannig að frjálslynd guðfræði í siðferðismálum væri orðin ráðandi. í greinargerðinni segir m.a. „Við leggjum til... að sam- kynhneigð pör geti hlotið vigslu í kirkju...Við teljum nauðsynlegt að fá kirkjuréttarfræðing 1 nefndina í þvi sambandi, þar sem þetta fæli í sér lagabreytingar sem hugsanlega yrðu skuldbindandi fyrir forstöðumenn annarra trúfélaga.“ Undirtektir við þetta sjónarmið hafa verið takmarkaðar og því nú talað um e.k. fyrirbæn En krafan um blessun pjóðkirkjunnar yfir staðfesta samvist er að tilstuðlan þrýstihóps san sækir stíft á. Hann hefurfengið góðan hljómgrunn og guðfrœðin, sem að baki liggur, byggist áfrjálslegrí afstöh til Biblíunnar. Ekki er vitnað í túlkunarhefö kirkjunnar almennt né túlkunarhefð lútherskrar kirkju sérstaklega. eða blessun. En er það í verkahring þjóðkirkjunnar að gera slíkt og hvaða munur yrði í hugum fólks á bless- un og vígslu? Fólk á öllum aldri sættir sig ekki við svo róttæka og fyrirvaralausa breytingu. Hvaða forsendu hefur kirkjan til að blessa þetta sambúðarform frekar en óvígða sambúð, kommúnulíf eða einstæða foreldra svo ólík fjölskylduform séu nefnd af handahófi? Að vinna að lagasetningu, sem yrði skuldbindandi fyrir önnur trúfélög, er að traðka á mannréttindum annarra. Stór hópur innan þjóðkirkjunnar telur að samlíf samkynhneigðra sé synd, mun stærri en þeir sem til- heyra fastheldnum trúarsamfélögum. Lagasetning Alþingis breytir þar engu um. Spurningin nú er hvernig sýna eigi þeim hópi virðingu og nærgætni. Sá hópur vill taka orð Biblíunnar alvarlega og fulltrúar hans eru víða virkir í lífi og starfi þjóðkirkjunnar. Sá hópur kærir sig ekki um að láta valta yfir sig. í þess- um hópi er fólk sem mun endurmeta afstöðu sína til sambands ríkis og kirkju og sumir hafa gefið í skyn að þeir muni yfirgefa þjóðkirkjuna verði sú breyting á að farið verði að blessa samkynhneigð pör. 5) Talað er um að fræða þurfi um málefni samkynhneigðra, bæði í söfnuðum landsins og í fermingarfræðslunni. Um slíkt eru eflaust flestir sammála. Vandinn kemur upp þegar fjalla á um kynlífið, sköpunarvilja Guðs, Biblíuna og afstöðu kirkjunnar til staðfestrar sambúðar. Hver verður stefnan, hvað á að fræða um og hvernig? Fróðlegt verður að fylgjast með hvað verður á borð borið. Málið er nú í biðstöðu og unnið verður í nefnd næstu mánuði. Við fylgjumst með, eins og þar segir. 27

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.