Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 4
í BRENNIDEPLI Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson - smávegis pælingar um sjónvarpssiðferði neðan nafla ó ekki sé ég gamall maður man ég tímana tvenna, frá því að vera haldið í ljósvaka- svelti og til þess að vera stríðalinn á hinu sama. Ég minnist sólbjartra, sjónvarps- lausra júlímánaða og óþreyjunnar eftir þvi að sjónvarpið hæfi útsendingar á ný. Ég man eftir maður er nefndur og öðrum slíkum þáttum sem á var horft af bestu lyst. Þorri landsmanna fylgdist af ákafa með útlendum framhaldsþáttum i sjónvarpinu og sást vart köttur á kreiki þegar kempur á borð við Kunta Kinte, Ingallsfjölskylduna og Ewingana gengu ljósblá- um logum á hverju ís- lensku heimili. Atburða- rás þáttanna var þá rædd daginn eftir á flestum vinnustóðum og 1 skól- um, rétt eins og aðrir við- burðir líðandi stundar. „Og alltaf á fimmtu- dögum lifnar útvarpið,11 söng Spilverk þjóðanna Brynjarsson, fyrir tæpum 20 árum. Þetta var þegar Sjónvarpið tók sér skólaprestur. útsendingarfri á fimmtudagskvöldum og hinn ríkis- fjölmiðillinn bauð upp á útvarpsleikrit og sitthvað fleira í sárabætur. Dægurlög heyrðust í útvarpinu mest fjórar stundir á viku, í óskalagaþáttum og þar til gerðri dagskrá fyrir unglinga. Auk þess gat það dottið í einn og einn þul Sr. Guðmundur Karl að spila lag og lag með „Bóní emm flokknum“ eða öðrum ungum og álíka villtum flytjendum. „...but the times they are a changin'" (Bob Dylan). Nú á dögum allsnægta í ljósvakamiðlum þykja okkur slík- ar kringumstæður ef til vill óásættanlegar, ef ekki algerlega óhugsandi. Flest okkar geta nú valið milli fleiri en einnar sjónvarpsrásar alla daga vikunnar, allan ársins hring, jafnvel allan sólarhringinn, og það venst bara ótrúlega vel. Hið sama er að segja um útvarpsrásirnar sem margar hverjar flytja okkur dægurlög, allan daginn, út i eitt. Sumir þáttastjórnendur segja líka eitthvað rosalega fyndið á milli laga, en aðrir láta sér nægja að tilkynna hvað klukkan er, hvað þeir heita og hversu lengi þeir koma til með að „vera með okkur“, í boði einhverrar heildsölu sem flytur inn sólarvöm, magalyf eða súkkulaðikex. Með tilkomu allra nýju sjónvarpsrásanna em svo margir skemmti- og framhaldsþættir í boði og það jafnvel sam- tímis að ekki er nokkur leið að fylgjast með því nema vera við það í fullu starfi. Við neytendur fáum svo vel útilátinn skammt að okkur er ekki nokkur lifandi leið að torga honum öllum. Við getum hreinlega etið á okkur gat af afþreyingarefni. Vera má að ég fari full ógætilegum orðum um þetta ágæta sjónvarpsefni þegar ég tala einungis um afþreyingu í þessu sambandi. Forsvarsmenn sjónvarpsrásanna vilja nefnilega mun fremur nefna það menningarefni, í það 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.