Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.11.1996, Blaðsíða 25
FRÆÐSLA Klefi Bonhoeffers ÍTegel-fangelsinu. janúar 1933. Tveimur dögum síðar varaði Bonhoeffer við nýja leiðtoganum í útvarpserindi. Útsendingin var stöðvuð þegar aðeins var liðið á erindið. Bonhoeffer, Martin Niemöller (annar þekktur andstæðingur Hitlers) og nokkrir prestar til viðbótar stofnsettu samtök játningar- trúrra presta. Samtökin voru svar við ógnvænlegri þróun þýsku kirkjunnar í ríki Hitlers. Margir prestar beygðu sig undir alla duttlunga kanslarans og einhverjir lýstu því yfir að Hitler kæmi í stað Guðs. Bonhoeffer veitti forstöðu fræðslumiðstöð játningartrúrra presta í Finkenwalde en nasistar lokuðu henni 1937. Forstöðustarf fræðslu- miðstöðvarinnar (sem beið hans þegar hann snéri heim frá London) fæddi af sér tvær merkustu ritsmíðar hans að mati greinarhöfundar: „Nachfolge“ og „Gemeinsames Leben“. Sú siðarnefnda fjallar um samfélag kristinna manna og skyldur þess og ábyrgð en sú fyrri um eftirfylgdina við Krist. Bókin um eftirfylgdina hefst á umfjöllun um hina dýru náð og hina ódýru náð. Ódýr náð er blóðsuga á kirkjunni. Takmark okkar ætti að vera líf i samræmi við dýru náðina. Ódýr náð er náð sem er seld á markaðnum líkt og um vöru farandsala væri að ræða en dýr náð er svar í hlýðni við kalli Krists. „Þegar Kristur kallar á okkur, þá biður hann okkur um að koma og deyja.“ Þessi lykilsetning bókar- innar hljómar sem spádómur þegar dauða Bonhoeffers níu árum síðar er minnst. Eftir að fræðslumiðstöðinni var lokað hélt Bonhoeffer áfram baráttunni gegn Hitler og gerði það sem i hans valdi stóð til að sporna við áhrifum hans. Hann tók þátt í starf- semi andspyrnuhreyfingar og lagði á ráðin um að taka Hitler af lífi. Tilræðið mistókst. Sekt Bonhoeffers leiddi til þess að hann var fangelsaður og 5. apríl 1943 flutti hann á nýja heimilið sitt, sex fermetra íbúð í Tegel-fangelsinu. Kristna menn hefur ætíð greint á um hvort rétt sé að taka líf manns sem er Guði andstæður og vinnur leynt og ljóst gegn vexti guðsríkis. Skoðun Bonhoeffers var eftir- farandi: „Ef geðsjúkur maður geysist á bíl niður götu troðfulla af fólki, þá er hlutverk mitt ekki það eitt að hlúa að fólkinu, sem verður fyrir honum, heldur einnig að sjá til þess að hann aki aldrei framar." í klefa sínum notaði Bonhoeffer tímann til að skrifa og þannig varð til efnið í þekktustu bók hans, „Widerstand und Ergebung: Briefe und Aufzeichnungen aus der Haft“, sem vinur hans, Eberhard Bethge, gaf út að honum látn- um. Bókin er af sumum talin gróðrarstía fyrir frjálslynda guðfræði. Ef bakgrunnur bókarinnar er skoðaður, bréf skrifuð af manni í fangelsi, ýmis konar hugleiðingar sem í raun áttu aldrei að koma í þessari mynd fyrir almennings- sjónir, þá sjáum við að hæpið er að dæma allan feril hans út frá henni og taka ekki mark á fyrmefndum verkum hans um eftirfylgdina og samfélagið sem hann sendi sjálfur frá sér fullunnin. Auk þess kemur oftar en ekki fyrir að bókin er skoðuð án tillits til bakgrunns síns eins og hætt er við um bók af þessu tagi. Bréfunum smygluðu fangaverðir úr fangelsinu og þau vom grafin niður í bakgarði foreldra hans. Samfangar hans veittu honum athygli vegna yfirvegun- ar, jafnaðargeðs og þrautseigju. Þeir báru virðingu fyrir honum og undruðust þolgæði hans. Bonhoeffer veitti mörgum þeirra prestsþjónustu með sálusorgun og guðs- þjónustum. Hvar sem hann fór var hann samföngum og starsfsmönnum vitnisburður um Krist. Hann var nokkmm sinnum fluttur á milli fangelsa og hafnaði að lokum í útrýmingarbúðunum í Flossenburg þar sem hann söng síðustu messuna. Þegar hann hafði farið með blessunarorðin gengu inn tveir fangaverðir sem báðu hann að koma með sér. Það gat bara þýtt eitt í þessu sam- hengi, gálginn beið hans. Bonhoeffer hélt ró sinni og það síðasta sem haft er eftir honum em orðin sem hann mælti áður en hann gekk út: „Þá eru það endalokin, en fyrir mér eru endalokin upphaf lífsins.“ Bonhoeffer var hengdur 9. apríl 1945. Viku síðar leystu bandamenn útrýmingabúðirnar úr klóm nasismans. Grafskriftin var viðeigandi: „Hér hvílir Dietrich Bonhoeffer, vitnisburður um Krist á meðal bræðra sinna.“ Bonhoeffer var trúarhetja líkt og Davíð, Gídeon og Abraham. í eigin mætti megnaði hann ekkert. Hann treysti Guði og það var honum til réttlætis reiknað. Hann fór af stað líkt og Gídeon i veikleika sínum en í trausti til orða Guðs. Adolf Hitler, maöurinn sem breytti lífi Bonhoeffers. 25

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.